Feministinn

feministinn.blogspot.com

maí 11, 2005

Afmælisárið málþing og þingvallafundur

Ágætu feministar.

Undanfarna mánuði hefur nefnd verið að störfum við undirbúning sameiginlegra viðburða á afmælisárinu 2005. Í nefndinni sitja fulltrúar allra helstu kvennasamtaka landsins sem og fulltrúar Stígamóta, Kvennaathvarfsins og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við H.Í. Vegna fyrirspurnar sem ég fékk í gær langar mig til þess að upplýsa ykkur aðeins um það sem framundan er.Næsta föstudag 20. maí verður málþing í hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Það hefst kl. 13.00 og er öllum opið sem komast frá vinnu. Laugardaginn 11. júní verður kvennahlaup ÍSÍ. Það verður þennan dag vegna þess að annars hefði það lent á milli 17. júní og 19. júní sem er verður löng helgi. Vikuna þarna á mlli (þ.e. milli 11. og 19.) gefst því tækifæri til ýmis konar aðgerða ef áhugi er á. Svo rennur dagurinn mikli upp, sunnudagurinn 19. júní þegar 90 ár verða liðin frá því að konungur undirritaði lögin sem veittu konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Þá verður skundað á Þingvöll og haldinn hátíðar- og baráttufundur, kvennamessa, athöfn við Drekkingarhyl o.fl. Dagskráin er að mótast en útkoman veltur auðvitað mjög á þátttöku sem og veðrinu. Verðum við ekki að reikna með því að hún Guð sé okkar megin í baráttunni? Takið þennan dag frá og látið fólk vita í kringum ykkur.Með baráttukveðjum,Kristín Ástgeirsdóttir.

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?