Feministinn

feministinn.blogspot.com

júní 30, 2003

fund ungra feminista í kvöld 30. júní
Fundurinn verður mánudaginn 30. júní kl. 20:30 heima hjá Bryndísi Ísfold á Óðinsgötu 2 (gult steinhús, við hliðina á Bonna ljósmyndara, bjalla: Bryndís og Torfi).

júní 18, 2003

19. júní Málum bæinn bleikan!


---------------------------------------------------
Fréttabréf frá Femínistafélagi Íslands – Nr. 2 - Júní 2003
--------------------------------------------------
http://www.feministinn.is

19. júní Málum bæinn bleikan!



Sjá nánar á vefsíðu
http://www.feministinn.is/bleikur19juni.htm


Kæru femínistar.

Á morgun, 19. júní eru hátt í 90 ár síðan konur hlutu kosningarétt. Í tilefni dagsins ætlum við að Mála bæinn bleikan. Allir sem styðja jafnrétti(jafnt konur sem karlar) eru hvattir til að sýna stuðning í verki með því að bera bleikt á morgun. T.d. bleika flík, bleik gleraugu, bleikt blóm í hári, bleikt bindi, bleikt merki eða bara rífa horn af bleiku blaði og næla í barminn.

Að átakinu Málum bæinn bleikan standa:
Femínistafélag Íslands
Kvenréttindafélag Íslands
Vera
Kvennakirkjan
Bríet
Kvennasögusafn Íslands
Bandalag kvenna í Reykjavík
Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum

Sýnum samstöðu á morgun, styðjum jafnrétti og málum bæinn bleikan :)
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á:
http://www.feministinn.is/bleikur19juni.htm


Viðburðir dagsins verða:

kl. ?? Femínistar afhenda ráðamönnum bleika steina
Femínistafélag Íslands veitir nú í fyrsta sinn Bleiku steinana á kvenréttindadeginum, 19. júní. Þá hljóta að þessu sinni helstu ráðamenn þjóðarinnar. Femínistafélagið vill þannig minna á mikilvægi þess að hafa jafnréttissjónarmið í huga við ákvarðanatöku og hvetja ráðamenn til að kynna sér femínisma.

Kl. 16:30 Ganga um kvennaslóðir (Kvennasögusafnið)
Gangan byrjar frá Ráðhúsinu og endar við Hallveigarstaði
Kl. 17:30 Kaffi og dagskrá á Hallveigarstöðum(Kvenréttindafélagið)
Kl. 20:30 Messa við þvottalaugarnar í Laugardal (Kvennakirkjan)
Kl. 22:00 til 01.00 Feminínistar koma saman á Prikinu, Páll Óskar o.fl. verða dj og spila sögu kvennapoppsins. Staðurinn verður skreyttur bleiku og sýningin "Afbrigði af fegurð" verður áfram.

Þetta eru viðburðir á höfuðborgarsvæðinu en víða um land halda femínistar daginn hátíðlegan, Gísli Hrafn talar fyrir hönd Femínistafélagsins á samkomu á Laugum í Sælingsdal.

Fólk með Sirrý 18. júní kl. 21.00
---------------------------------------------
Femínistar mæta í Fólk með Sirrý í beina útsendingu í kvöld 18. júní og skoða bæinn með kynjagleraugum. Sjá nánar á http://www.strik.is/folk
Það vantar fleiri femínista í salinn, þeir sem vilja vera með hafið samband við sirry@fjoltengi.is


16. júní Karlmennskukvöld á Grand Rokk
----------------------------------------------------------
"Femínista- og karlahópur" femínistafélagsins hélt karlmennskukvöld á Grandrokk þann 16. júní. Það tókst sérlega vel. Gestir voru yfir 100 og ansi mikil fjölmiðlaathygli: Létt, Ísland í dag, tilkynning í Mogga, viðtal í DV, viðtal í Fréttablaðinu og tilkynning á forsíðu í sama blaði, viðtal á X-inu og viðtal í dægurmálaútvarpinu á rás 2 o.fl., Ingólfur kom í hádegisfréttunum og Mbl.

Bleikir bolir
-------------
Margir skrifa til Femínistafélagsins og spyrja um bleika boli. Við bendum á að þeir verða til sölu bráðlega í nýjum sniðum (vonandi frá og með morgundeginum) í Spútnik Laugavegi 51, Spútnik Kringlunni og GK Laugavegi 66.

Félagsgjöld
--------------
Það er mikið að gerast hjá femínistum og þó að allt starf sé unnið í sjálfboðaliðsvinnu þá hleðst á okkur ýmis konar kosnaður. Við minnum því alla á að greiða félagsgjöld kr 1500. Vinsamlegast greiðið inn á reikningsnúmer Femínistafélagsis 1157-26-544 (Kennitala félagsins er 680303-4010). Mikilvægt er að kennitala félaga komi fram á innleggi.

Salvör Gissurardóttir tók saman þetta fréttabréf.

Fréttabréf Feministafélagsins sem send eru til félagsmanna eru aðgengileg hérna:
http://www.yourmailinglistprovider.com/pubarchive.php?feministafrettir

júní 14, 2003

RÉTTLÆTIR REIÐI OFBELDI GEGN KONUM?

Femínistafélag Íslands sendir frá sér eftirfarandi ályktun vegna Hæstaréttardóms Nr. 98/2003 frá 12. júní 2003:

Feministafélag Íslands lýsir furðu sinni á dómsorðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristjáns Viðars Júlíussonar er hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraunir til manndráps. Dómurinn virti honum til refsilækkunar að fórnarlamb hans hefði vísvitandi reitt hann til reiði. Hrottalegar líkamsmeiðingar af því tagi sem áttu sér stað í þessu máli gegn fyrrum sambýliskonu geta aldrei talist eðlilegar afleiðingr reiði að mati Feministafélags Íslands og eru aldrei réttlætanlegar. Þar ber sá alla ábyrgð sem fremur verknaðinn.

Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem taka þarf á með öllum tiltækum ráðum en þar með taldir eru réttlátir dómar. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert samning um að kveða skuli niður ofbeldi gegn konum sem er sértækur og afdrifaríkur vandi sem á rætur í þeirri kynbundnu mismunun og óréttlæti sem konur hafa verið beittar um aldir. Þau skilaboð sem Héraðsdómur Reykjavíkur er að senda frá sér felur í sér að þau mál geti komið upp sem réttlæta að karlmenn gangi í skrokk á konum. Feministafélag Íslands mótmælir slíkum hugmyndum. Þær stríða gegn almennum mannréttindum og þeirri kröfu kvenna að fá að lifa við öryggi og án ofbeldis, alltaf og alls staðar.

júní 10, 2003

Nýbúar og nýinnfluttar

Töluverð umræða varð á femínistapóstlistanum um málefni innflytjenda á Íslandi. Umræðan spannst út frá grein Toshiki Toma í Morgunblaðinu. Það er m.a. rætt um orðnotkun varðandi innflytjendur.

Maria Wójcik póstaði á listann: "Fyrst finnst mér, og ekki aðeins mér, að orðið nýbúi er misheppnað og oft notað með neikvæðri merkingu. Ég tala aldrei um Íslendinga sem gamlabúa eða aborigena eða hvað sem er, þeir eru bara Íslendingar í mínum augum, mjög breytilegur hópur til að segja satt. Með að segja að konur í nýbúahópi hafi engar tekjur alhæfir H. allar konur í þeim hópi og endurtekur einhverjar fórdómar í garð fólks sem kom til Íslands from öðrum löndum, sem sagt að þetta sé fólk sem er fátækt og og geti ekki bjargað sér sjálf. Hópur inflytjenda er ekki minni margbreytilegur hópur en Íslendingar. Mér fannst þessi athugasemd H. móðgandi þótt ég trúi alveg að hún vildi ekki vera neikvæð og endurtók aðeins það sem margir Íslendingar hugsa um útlendinga."

Guðrún Ögmundsdóttir póstaði á listann: "Legg til að við tölum um nýaðfluttar konur en ekki nýinnfluttar- þetta er ekki heildsala.Orð geta nefnilega sagt meira en okkur grunar."

Baráttan gegn verslun með konur
Málstofa 23. júní á Hótel Nordica


Rúna Jónsdóttir hjá Stígamótum skrifaði á póstlistann:

Ágætu feministar.

Það er með gleði sem við sendum ykkur fyrstu upplýsingar um evrópska málstofu undir heitinu ”Baráttan gegn verslun með konur - Bestu leiðirnar á Evrópuvettvangi”.

Málstofan verður haldin á Hótel Nordica mánudaginn 23. júní nk. kl. 13-17 og er haldin í tilefni af fundi evrópskra sérfræðinga um vændi og verslun með konur. Aðdragandinn er sá að Stígamót eiga fulltrúa í stjórn verkefnis, styrktu af Evrópusambandinu sem fellst í því að stofna sterk Evrópusamtök þeirra hreyfinga, hópa og félaga sem vinna gegn vændi og verslun með konur. Samtökin heita “European Network against Trafficking in Women for sexual exploitation – ENATW”. Í verkefninu taka þátt fulltrúar 12 kvennasamtaka í níu Evrópulöndum sem á ýmsa vegu vinna gegn verslun með konur, ásamt sérfræðingum tilnefndum af kvennasamtökunum. Þegar hafa um 50 kvennasamtök gengið í samtökin og miklu fleiri hafa lýst áhuga.


Á döfinni er að kynna samtökin sem flestum félögum og safna aðilium að samtökunum, opna sameiginlega heimasíðu, gefa út fréttabréf sem Stígamót bera ábyrgð á, stofna sérfræðimiðstöð í Brussel, safna saman því besta sem gert hefur verið í hverju landi fyrir sig, leitast við að hafa pólitísk áhrif í heimalöndunum, á Evrópuvettvangi og á alþjóðavettvangi, gefa út sameiginlega ársskýrslu og halda stóra ráðstefnu í desember.

Næsti fundur verkefnisins verður haldinn á Íslandi í júní og hafa gestir okkar góðfúslega fallist á að nýta tækifærið og boða til opinnar málstofu undir heitinu: ”Baráttan gegn verslun með konur - Bestu leiðirnar á Evrópuvettvangi”. Dagskrá málstofunnar fylgir með en þess má geta að opnunarerindið flytur Louise Eek rithöfundur og doktorsnemi frá Svíþjóð sem gefið hefur út bókina ”Spelat liv” sem byggir á langri reynslu hennar af vændi. Auk sérfræðinga landanna níu mun Colette Detroy frá ”The European Women´s lobby” segja frá baráttu kvenna innan Evrópusambandsins gegn verslun með konur. Málstofan fer fram á ensku og frönsku (túlkun þar á milli). Hægt er að skrá sig nú þegar með tölvupósti á netfangið: unnur@meetingiceland.com Skráningarfrestur er til 16. júní og kostnaður er kr. 2.500.-

Með von um að sem flestir nýti sér þetta tækifæri til þess að fá yfirsýn yfir það sem að okkar mati er það besta sem verið er að gera í baráttunni gegn kaupum og sölum á konum í Evrópu.

Fyrir hönd Stígamóta
Rúna Jónsdóttir (Guðrún)
fræðslu- og kynningarfulltrúi

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?