Feministinn

feministinn.blogspot.com

júlí 31, 2003

Meiri umræða um vændi og Olympíuleika

Það er áfram rætt á feministapóstlistanum hvernig jafnréttisráðherrar Norðurlanda (nema Danmerkur) brugðust við og sendu áskorun til stjórnvalda í Aþenu. Það vekur furðu og óánægju margra feminista hvernig danski jafnréttisráðherrann Henriette Kjaer brást við þessu máli. Að sama skapi eru femínistar ánægðir með afstöðu og málflutning sænska jafnréttisráðherrans Margareta Winberg. Hrafnhildur Hjaltadóttur þýddi viðtal við sænska jafnnréttismálaráðherrann og sendi inn á póstlistann.

Bordellbråk trappas upp
Skulle du låta din egen dotter sälja sin kropp?
2003-07-26 Margareta Winberg segir í þessu viðtali m.a.: "Antingen vill man se att prostitution är en form av våld mot kvinnor eller så menar man att det viktiga är att män har tillgång till friska, kontrollerade kvinnor."

Harpa Björnsdóttir vekur athygli á hve fjölgun vændishúsa í Grikklandi er tengd falli Sovétríkjanna. Hún segir:
"Gríska blaðakonan Georgia Doussia hefur verið í forsvari samtaka sem berjast gegn nauðungarvændi (forced prostitution) og hún sagði árið 2001 í Newsweek: "The collapse of communism has been good for Greece´s promoters´in the prostitution racket" . Í viðtalinu við hana kemur fram að fyrir fall járntjaldsins 1989 voru um 2000 ólögleg vændishús í Grikklandi en í byrjun ársins 2001 voru þau talin vera um 20.000!!!!!! Að megni til starfa þar konur sem hafa verið lokkaðar frá fyrrum austantjaldsríkjum, t.d. margar frá Moldavíu og Ukraínu, með loforðum um vel launða skrifstofuvinnu, en enda svo í nauðungarvændi, þar sem sumar þessara kvenna sjá aðeins sjálfsmorð sem leiðina út. (Það væri athyglisvert að sjá tölur um tíðni sjálfsmorða hjá þessum konum, ef það er þá alltaf vitað???)

Niðurstaðan virðist vera sú að þrátt fyrir lögleiðinguna á vændi í Grikklandi þá er neðanjarðarstarfsemin mjög blómleg, og hefur færst mikið í aukana á síðustu fjórtán árum frá falli járntjaldsins, þannig að samhengið er þráðbeint við erfiða tíma í þessum fyrrum austantjaldsríkjum (atvinnuleysi og almenn fátækt) og afslappaðrar landamæragæslu innan Evrópu.

(Það er talið að breyttar þjóðfélagsaðstæður í fyrrum austantjaldsríkjum hafi bitnað sérstaklega illa á konum, m.a. misstu margar konur atvinnu þegar einkavæðing, samkeppni og frjáls verslun hélt innreið sína í þessi lönd, áður hafði verið reynt að tryggja sem flestum atvinnu og einhver laun, þó fyrra kerfi hafi svo líka haft sína annmarka þá voru þeir a.m.k. ekki þess eðlis að fólk væri falt fyrir peninga.)"


m1
m2
m3

propaganda.dk ligestilling

Athyglisvert efni á Kistan.is

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar á feministapóstlistann:

Mig langar að benda ykkur á athyglisvert efni á vefritinu Kistunni - www.kistan.is - Í flokknum PISTLAR má finna margt athyglisvert og vil ég sérstaklega benda á pistlaröð Þórdísar Bachmann um kynlíf á 20. öld annars vegar, og hins vegar tvo pistla eftir Gísla Magnússon um auglýsingar. Í þessum pistlum er komið inn á málefni sem ættu að brenna á feministum; kynfrelsi kvenna og staðalímyndir í auglýsingum.

Þá eru tvær athyglisverðar VEFBÆKUR á Kistunni. Önnur þeirra, Kviksögur, hneykslismál og réttarhöld hefur að geyma margar fróðlegar greinar eftir sagnfræðinema þar sem rýnt er í (ein)sögubækur sem margar hverjar fjalla um stöðu kvenna fyrr á öldum. Hin bókin heitir Konur um skáld og hefur að geyma greinar eftir konur um skáld, bækur og lestur.

Að síðustu vil ég minna á að á Kistunni er flokkurinn FEMÍNÍSKAR RADDIR (undir PISTLUM) og þar er ykkur velkomið að birta málefnalega pistla um femínísk málefni.

júlí 10, 2003

Vera komin út - BLOGG
Þriðja tölublað VERU kom út í byrjun júlí. Aðalefni blaðsins er umfjöllun um blogg sem er nýtt fyrirbæri á netinu þar sem fólk tjáir sig oft á persónulegan hátt og gefur öðrum tækifæri til að koma með athugasemdir. Þannig getur myndast sérstakt samfélag þar sem fólk fær jafnvel ráðleggingar frá bláókunnugu fólki um vandamál sem það hefur tjáð sig um.

Aðalviðtalið er við Guðrúnu Agnarsdóttur lækni og fyrrum þingkonu Kvennalistans. Guðrún lýsir lífsskoðunum sínum og lífsferli og segir m.a. frá starfi Neyðarmóttöku vegna nauðgana þar sem hún er yfirlæknir og frá starfi heilbrigðishóps Femínistafélags Íslands sem hún leiðir.

Í blaðinu er fjallað um úrslit síðustu alþingiskosninga sem ollu mörgum vonbrigðum en af átján nýjum þingmönnum eru aðeins þrjár konur og heildarfjöldi kvenna á þingi minnkaði úr 36% í 29%.

Í blaðinu er viðtal við Huldu Dóru Styrmisdóttur sem á sæti í framkvæmdastjórn Íslandsbanka, ein kona ásamt tólf körlum.

Sagt er frá aðgerðum staðalímyndahóps Femínistafélags Íslands í tengslum við fegurðarsamkeppnir, fylgst með degi í lífi Jórunnar R. Brynjólfsdóttur, 93 ára gamallar kaupkonu á Klapparstígnum, rætt við Heðu Björgu sem er eina konan í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og við kappaksturskonuna Svövu Halldórsdóttur.

Matarþáttur blaðsins er í höndum Sigfríðar Þórisdóttur eiganda Pottagaldra sem gefur uppskriftir að spennandi grillréttum. Að venju eru fastir þættir um tónlist, kvikmyndir, femínískt uppeldi, fjármál, úr dagbók kúabónda og frá Jafnréttisstofu.

júlí 04, 2003

Ráðsfundur 3. júlí

Ráð femínistafélagsins kom saman 3. júlí og ræddi um viðburði líðandi stundar og lagði á ráðin um starfið framundan. Ákveðið var að stefna að femínistaviku sem hæfist 24 október.
Myndir, talblogg og frásögn af fundinum

júlí 03, 2003

Mótmæli íslenskra femínista hafa áhrif

Morgunblaðið
Svíar taka undir gagnrýni Íslendinga á vændi í tengslum við Ólympíuleikana

Sænska ríkisstjórnin tekur nú undir gagnrýni Íslendinga á ákvörðun borgaryfirvalda í Aþenu um að leyfa fjölgun vændishúsa í tengslum við Ólympíuleikana á næsta ári. Mona Sahlin, sem meðal annars fer með íþróttamál í ríkisstjórninni, og Margareta Winberg, aðstoðarforsætisráðherra og jafnréttisráðherra, ætla að koma mótmælum á framfæri við Alþjóðaólympíunefndina.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1039323

Sjá hér á sænska Yahoo
http://se.news.yahoo.com/030703/58/18ky9.html

Það er komin frétt um aðgerðir íslenskra feminista í Guardian og þar m.a. vitnað í Kristínu Ástgeirsdóttur.

Sjá: http://www.guardian.co.uk/international/story/0,3604,989889,00.html

júlí 02, 2003

Fyrst Goldfinger, svo Aþena...



Þessi grein birtist í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í morgun:
Isländsk ilska mot grekiska OS-bordeller

Áhugavert líka þetta með bankarann sem sagði strákunum Popp Tíví blygðunarlaust frá bankinu.

júlí 01, 2003

Fréttabréf frá Femínistafélagi Íslands
Nr. 3- Júlí 2003

http://www.feministinn.is

Efni: Vefumræðukerfi, Goldfinger, hópastarf, 19.júní, ályktanir og bréf, starfið framundan, femínistar í útvarpi

Vefumræðukerfi

Útgáfuhópur er búinn að setja upp vefumræðukerfi og við erum að prófa það. Við viljum hvetja félagsmenn til að skrá sig inn og prófa. Vefslóðin er http://www.feministinn.is/umraedur og þar undir á að velja nýskráning í fyrsta skipti en síðar alltaf innskráning. Leiðbeiningar eru allar á íslensku. Núna eru tvær umræður í gangi, Prófanir (til að læra á kerfið) og Femínistinn (ýmis konar femínisk umræða). Við gerum ráð fyrir að það séu sömu siðareglur og eru um feministapóstlistann og allir verða að koma fram undir eigin nafni. Okkur líst vel á þetta kerfi, vonandi verða fjörugar og kraftmiklar umræður í því. Endilega prófið það í sumar!

Goldfinger 28. júní

*Ofbeldisvarnarhópur seldi barmmerki fyrir utan nektardansstaðinn Goldfinger í Kópavogi 28. júní. Merkin voru bleik að lit og á þeim stóð: "Ég kaupi konur". Tilgangurinn var að vekja neytendur kynlífsiðnaðarins til umhugsunar. Ofbeldisvarnarhópur stóð sig vel í þessu og það varð mikil fjölmiðlaumræða. Það söfnuðust kr. 14.400 í Kristínarsjóð Sjá nánar á vef: http://www.feministinn.is/eg-kaupi-konur.htm
* Við prófuðum í fyrsta skipti svona talblogg á vettvangi.
Það má hlusta á það á vefsíðu: http://blog.hex.is/feminist
* Myndir frá merkjasölunni á Goldfinger eru á vef:
http://www.feministinn.is/myndir/goldfinger/index.htm

Hópastarf

Ungir femínistar funduðu 30 júní og ofbeldirvarnarhópur og margbreytileikahópur funduðu 24.júní.
Fundir í hópum eru auglýstir á umræðulistanum feministinn@hi.is og/eða á fréttablogginu feministinn.blogspot.com og femínistadagatalinu http://my.calendars.net/feministinn
Ef þú vilt starfa í hópi getur þú líka haft beint samband við ráðskonu í viðkomandi hóp.

Innan Femínistarfélagsins starfa ellefu starfshópar.
Sjá nánar á vefsíðu: http://www.feministinn.is/starfshopar.htm

Í þessu fréttabréfi kynnum við starf Staðalímyndahóps:
Staðalímyndahópur hefur staðið fyrir mótmælaaðgerðum gegn fegurðarsamkeppnum, bæði Ungfrú Ísland.is og Ungfrú Ísland. Í sambandi við síðari keppnina var sett upp sýningin Afbrigði af fegurð sem er saga mótmælaaðgerða gegn fegurðarsamkeppnum frá árinu 1970 til dagsins í dag. Hópurinn hefur einnig fylgst með auglýsingum og sent bréf til auglýsenda, birtingaraðila og Jafnréttisstofu vegna auglýsinga sem hópurinn telur ekki vera í samræmi við 18. grein jafnréttislaga. Framundan hjá Staðalímyndahóp er að undirbúa aðgerðir vegna keppninnar Herra Ísland sem fram fer í haust, áframhaldandi fjölmiðlavakt vegna auglýsinga og einnig er verið að skoða netheima. Þau ykkar sem viljið bætast í hópinn er bent á að hafa samband við ráðskonu hópsins, Katrínu Önnu Guðmundsdóttir, katrinc@hi.is

19. júní

Við máluðum svo sannarlega bæinn bleikan! Til hamingju með daginn öll sem tókuð þátt og voruð í bleiku. Femínistafélagið afhenti í fyrsta skipti bleiku steinana og það var stuð á Prikinu langt fram á nótt.
* Myndir frá 19. júní
http://www.feministinn.is/bleikur
* Frásögn af bleiku steinunum 19. júní
http://www.feministinn.is/bleikirsteinar.htm
* Viðburðir og upplýsingar um 19. júní
http://www.feministinn.is/bleikur19juni.htm

Ályktanir og bréf:

* Femínistafélagið sendi frá sér ályktun vegna Hæstaréttardóms Nr. 98/2003 frá 12. júní 2003 en þar var maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraunir til manndráps. Dómurinn virti honum til refsilækkunar að fórnarlamb hans (fyrrum sambýliskona) hefði vísvitandi reitt hann til reiði.
Sjá nánar á vef: http://feministinn.blogspot.com/2003_06_08_feministinn_archive.html#95654256

* Femínistafélagið sendi ásamt öðrum samtökum bréf til að mótmæla vændi í tengslum við Ólympíuleika.
Sjá nánar á vef: http://www.feministinn.is/vaendi-a-olympiuleikum.htm

Starfið fram undan

Rætt er um að femínistar verði sýnilegir í Gaypride 9. ágúst, rætt er um að femínistar taki þátt í menningarnótt 16. ágúst með einhverjum viðburði, rætt er um að halda femínistaviku í október. Einnig munu hópar hyggja á aðgerðir varðandi verslunarmannahelgi og þegar skýrsla um ungt fólk í vændi kemur út.

Femínistar í útvarpi

Femínistafélag Íslands og Létt 96,7 eru í samstarfi í sumar. Fulltrúi frá Femínistafélaginu mæta í létt spjall hjá Siggu Lund á þriðjudögum upp úr kl. 16:00. Þar eru tekin fyrir ýmis málefni, m.a. hefur verið rætt um óæskileg áhrif fegurðarsamkeppna, átakið Málum bæinn bleikan, karla og femínisma og hvort að það sé hollt fyrir konur að sleppa blæðingum - eða ekki.

Femínistafélag Íslands hvetur fólk til að hlusta á Víðsjá á fimmtudögum þar sem jafnréttismál eru rædd. Víðsjá er á dagskrá Rásar 1 milli kl. 17:00 - 18:00 í umsjá Ævars Kjartanssonar. Í síðustu viku var rætt um vændi og Olympíuleikana í Aþenu á næsta ári.

Salvör Gissurardóttir tók saman þetta fréttabréf Femínistafélags Íslands
póstfang félagsins: feministinn@feministinn.is

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?