Feministinn

feministinn.blogspot.com

september 04, 2003

Málstofa um samþættingu jafnréttissjónarmiða

Þriðjudaginn 9. september næstkomandi verður svokölluð opin málstofa um samþættingu jafnréttissjónarmiða (gender mainstreaming) í Evrópu á vegum ESB verkefnis sem ber yfirskriftina Political Education and Learning for Gender Mainstreaming Implementation. Verkefnið er svokallað Learning Partnership verkefni og heyrir undir Sókrates áætlunina.

Tilefnið er að fulltrúar samstarfsaðila, sem koma frá Danmörku, Þýskalandi, Grikklandi, Möltu, Austurríki og Íslandi, munu halda reglulegan vinnufund hér á landi helgina 5-8. september. Samstarfsaðilarnir hafa góðfúslega fallist á beiðni mína um að lengja dvöl sína hérlendis um einn dag og efna til þessarar opnu málstofu í þeim tilgangi að gefa fleirum sem starfa við jafnréttismál hér á landi færi á að kynnnast hugmyndum og einstaka samþættingarverkefnum innan Evrópu. Sú umræða snertir flest ef ekki öll svið ESB, þar sem áskilnaður er um samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða innan allra stefnuflokka og áætlana ESB. Þá er samþætting lykilhugtak í jafnréttislögum íslenskum, svo og í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

Málstofan ber yfirskriftina European Perspectives of GM ? Male and Female Aspects. Verður hún í Kornhúsinu, Árbæjarsafni, og hefst kl. 9:45 og stendur til kl. 18. Málstofan fer fram á ensku. Verð er kr. 7.000, en hádegisverður og kaffi eru innifalin.

Missið ekki af þessu tækifæri til að hlýða á og ræða við fólk sem hefur mikla reynslu af evrópustarfi á sviði jafnréttismála, sem og þekkingu á samþættingarferli í margskonar umhverfi.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til undirritaðrar með tölvupósti.

Hildur Jónsdóttir
Jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar
Equal Opportunities Officer
City of Reykjavík
tel: + 354 563 2000
fax: + 354 563 2014
email: hildur@rvk.is

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?