Feministinn

feministinn.blogspot.com

janúar 04, 2005

Karlmennska og jafnréttisuppeldi

Út er komin bókin Karlmennska og jafnréttisuppeldi eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson prófessor við Háskólann á Akureyri. Í bókinni skoðar Ingólfur stöðu drengja í skólum en undanfarin misseri hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg að drengir eigi þar undir högg að sækja. Ingólfur ræðir um goðsagnir og veruleika sem endurspeglast sitt á hvað í þessum umræðum. Ingólfur nýtir fræðilegar kenningar og fjölmargar rannsóknir, innlendar og erlendar, m.a. eigin viðtalsrannsókn við íslenskar grunnskólakennslukonur, til þess að leggja fram raunhæfar tillögur um jafnréttisuppeldi drengja. Bók Ingólfs er tímabært innlegg í íslenska skólamálaumræðu, ekki síst með tilliti til niðurstöðu Pisa-rannsóknarinnar sem nýlega var kynnt í fjölmiðlum. Ingólfur telur að slakan námsárangur drengja megi ekki síst rekja til áhrifa hefðbundinna og skaðlegra karlmennskuímynda á drengi. Útgefandi er Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands en dreifingu annast Háskólaútgáfan. Karlmennska og jafnréttisuppeldi fæst í bókabúðum.

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?