Feministinn

feministinn.blogspot.com

júlí 29, 2004

NEI við nauðgunum


Um verslunarmannahelgina 2004  stendur karlahópur Femínistafélagsins fyrir átakinu Karlmenn segja NEI við nauðgunum. Þetta er í þriðja sinn sem hópurinn fer af stað með átak gegn nauðgunum og eins og í fyrri skiptin er áherslan á hlutverk karlmanna í baráttunni gegn nauðgunum og þá möguleika sem karlmenn hafa til að koma í veg fyrir nauðganir.
Að þessu sinni verðum við á Umferðarmiðstöðinni, Flugstöð Reykjavíkur og í Þorlákshöfn þar sem Herjólfur leggur úr landi. Á þessum stöðum munum við ræða við karlmenn á leið á útihátíðir og dreifa barmmerkjum og bæklingum, ásamt því sem við verðum með frisbee-diska og boli með merki átaksins til sölu. NEI-bolirnir verða einnig til sölu í versluninni Dogma á Laugavegi 30.
Það eru Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar, Jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar og Hvíta Húsið auglýsingastofa sem styrkja átakið.
Frekari upplýsingar má nálgast hjá Arnari Gíslasyni (arnargi@hi.is, s.691-9126) og Hjálmari Sigmarssyni (hjalmas@hi.is, s. 694-4799).


Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?