Feministinn

feministinn.blogspot.com

janúar 29, 2004

Börnin og nýju barnalögin

Næsta HITT verður 3. febrúar kl. 20-22 á Sólon í Bankastræti

Börnin og nýju barnalögin

Að þessu sinni er það Karlahópur Femínistafélagsins sem sér um Hittið. Efni kvöldsins er nýju barnalögin, sem tóku gildi 1. nóvember sl., og mun Svala Ólafsdóttir, kennari við Háskólann í Reykjavík, fjalla um lögin og þau nýmæli sem þau fela í sér. Að erindinu loknu verða almennar umræður um efni þess.

Svala er lögfræðingur og starfar nú við kennslu og rannsóknir við lagadeild Háskólans í Reykjavík, einkum á sviði refsiréttar, opinbers réttarfars og barnaréttar.

Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html

Fréttir frá Aþenu

Kristín Ástgeirsdóttir póstaði á femínistapóstlistann í dag þessar fréttir frá Aþenu:

Ágætu feministar.

Eins og þið munið eflaust tókst okkur að setja allt á annan endann í Grikklandi í fyrra með stuðningi við baráttu grískra kvennasamtaka gegn fjölgun vændishúsa í Aþenu og frekari lögleiðingu vændis. Í dag barst mér bréf frá grísku konunni (henni Mötu) sem hingað kom sl. sumar þar sem hún segir frá því sem síðan hefur gerst en kvennasamtökum tókst að stöðva frumvarp í þinginu sem átti að heimila fjölgun vændishúsa og eitthvað fleira sem reyndar kemur ekki fram í bréfinu (hugsanlega er hægt að finna eitthavð um þetta á netinu) . Það eru þingkosningar í mars og því hefur

þótt best að svæfa málið í það minnsta í bili hvað sem síðar verður.
Andstaðan er þó greinilega mikil Hér að neðan fylgir bréfið frá Mötu. Því fylgja reyndar spurningar til mín frá grísku blaði sem ég verð að gjöra svo vel og svara, annað gengur ekki samstöðnnar vegna. En kynnið ykkur málið.
Kannski getum við lært af þeim grísku hvernig á að hafa áhrif á þingið?
Kv.
Kristín Ástgeirsdóttir.
Kristín póstaði svo bréfið frá Aþenu á póstlistann en hér er niðurlag þess:
Since our last communication in summer, the following had happened:
At first, with the recommendation of the Mayor of Athens, Mrs Dora Bakogianni, the Central Committee of Municipalities and Communities (CCMC), seek for official ratification by the Hellenic Parliament of the Law on Prostitution "for the liberalization of prostitution" in view of the Olympic Games. After that, the assistant minister of Internal Affairs drafted the relevant bill and tried to pass it to the Parliament. We strongly reacted to this. Fortunately, women's organizations and groups, in their majority united and asked for support from the political parties of the Parliament. We went and met the representatives from all parties and so a great fuss was made.
When the draft went to the parliament, the President of the Parliament rejected it, in accordance with Prime Minister's opinion. This was a great victory, but we are not sure that they will not try to bring it up again.
On March 7 we have national elections and we hope that they will not bring it up till then.
Your help and solidarity was decisive and it made clear what women can do when they are united. We already translate in Greek the speeches of Reykjavik so as to publish them.

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?