Feministinn

feministinn.blogspot.com

mars 22, 2004

Femínistabolir
Það er komin ný sending af bleikum femínistabolum, þeir voru allir löngu uppseldir. Bolirnir kosta 1990.- og eru til í öllum stærðum, Þeir fást í ONI búðinni hjá Bryndís Ísfold á Laugavegi 17 í bakhúsi gegnt Mál og menningu. Heimasíða búðarinnar er www.onishop.com opnunartímar eru frá 12 -18 virka daga og frá 12 -16 á laugardögum.

mars 16, 2004

Searching for Angela Shelton
V-dagssamtökin bjóða þér á frumsýningu heimildarmyndarinnar Searching for Angela Shelton

* Fimmtudaginn 18. mars kl. 18:00 í Regnboganum við Hverfisgötu
* Heiðursgestur Angela Shelton kvikmyndagerðarkona
* Umræður að lokinni sýningu myndarinnar

Angela Shelton er bandarísk kvikmyndagerðarkona sem lagði upp með þá hugmynd að kanna algengi ofbeldis. Sjálf varð hún fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Hún leitaði uppi allar alnöfnur sínar í Bandaríkjunum og fann símanúmer 76 kvenna. Myndin fjallar um 32 Angelur eða þær sem féllust á hugmyndina og 16 þeirra reyndust hafa orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi.

"Allir þekkja einhvern sem hefur verið misnotaður kynferðislega og ef þú segist engan þekkja þá leyfðu mér að kynna mig. Ég heiti Angela Shelton og ég er ekki sú eina."

Vefsíða V-dagssamtakanna: www.vdagur.is
Vefsíða Angelu Shelton: www.angelashelton.com
-----------------------------------------------------------

Hvar er jafnréttið?
Málþing í Salnum í Kópavogi þann 17. mars kl. 14.00-16.30

Málþingið er annað í röðinni af þremur sem forsætisráðuneytið efnir til á þessu ári í samstarfi við ýmsa aðila í tilefni aldarafmælis heimastj
órnar. Að þessu sinni er málþingið afrakstur samstarfs forsætisráðuneytis, Kvenréttindafélags Íslands og Háskóla Íslands; Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Málþingið er öllum opið, en tilkynna þarf þátttöku með tölvupósti á kom@kom.is eða í síma 540 8800.

Málþingsstjóri: Stefanía K. Karlsdóttir rektor Tækniháskóla Íslands.

Dagskrá:

14.00-14.15: Ávarp:
Árni Magnússon félagsmálaráðherra, ráðherra jafnréttismála
14.15 - 14.30: Tími breytinga. Kvenréttindabaráttan 1904-1918
Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur og sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum v. Háskóla Íslands
14.30- 14.45: Réttindi kvenna, bautasteinar baráttunnar, stöðumat
Lára V. Júlíusdóttir hrl., lektor Háskóla Íslands og f.v. form. Kvenréttindafélags Íslands

14.45- 15.10: Kaffi

15.10-15.40: Horft fram á veginn
Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur og blaðamaður Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi hjá Reykjavíkurborg Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur
15.40 - 16.30: Hvernig ljúkum við málinu? Hvernig getur aðgerðaáætlun litið út?
Pallborðsumræður:
Inngang flytur Sigríður Árnadóttir fréttastjóri Stöðvar 2, sem einnig stýrir umræðum.
Þátttakendur Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Bjarni Benediktsson alþingismaður
Hulda Dóra Styrmisdóttir framkvæmdastjóri Íslandsbanka
Katrín Anna Guðmundsdóttir talsmaður Feministafélags Íslands
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, hrl., formaður Kvenréttindafélags Íslands

Gert er ráð fyrir að málþinginu ljúki um kl. 16.30 með léttum veitingum og tónlist.
Tónlistarmenn Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon.

Markmið málþingsins er að bregða ljósi á stöðu kvenna við upphaf heimastjórnar, en á tímabilinu 1904-1918 fengu konur kosningarétt og kjörgengi til sveitastjórna og Alþingis og rétt til menntunar og embætta. Jafnframt verður farið yfir helstu áfanga í réttindabaráttu kvenna síðustu 100 árin. Fjallað verður um stöðu kvenna í samtímanum og þess freistað að skilgreina hvað gera þurfi til þess að fullt jafnrétti náist. Hvað skortir á til þess að fullu jafnrétti verði náð?
Barátta kvenna fyrir jafnrétti hefur oft verið skilgreind þannig að fyrstu áratugina hafi hún beinst að því að breyta lögum til þes að þau tryggðu konum sömu réttindi og körlum (fyrsta bylgjan svokallaða um aldamótin 1900). Þegar í ljós kom að það var ekki nóg beindu konur sjónum m.a. að sjálfum sér, þær þyrftu að "breyta sér", sækja sér aukna menntun, aukin völd auk þess sem sjónum var beint að samfélagsgerðinni (m.a. Rauðsokkahreyfingin). Á níunda áratugnum færðist áherslan yfir á reynsluheim og sérstöðu kvenna sem m.a. birtist í sérframboðum kvenna, sem voru aðferð til þess að koma konum til valda. Síðustu árin hefur sjónum verið beint að að báðum kynjum og leiða leitað til þess að flétta kynjasjónarhorn inn í alla ákvarðanatöku (samþætting). Þar er litið svo á að horfa þurfi til allra þátta hins félagslega umhverfis; hefða, vinnubragða, menningar fyrirtækja, væntinga stjórnenda og samstarfsfólks o.fl.
Á málþinginu er því spurt: Hvaða félagslegu og huglægu þættir eru það sem standa í vegi fyrir fullri þátttöku íslenskra kvenna á öllum sviðum samfélagsins? Hvað þurfa stjórnvöld, fyrirtæki, konur sjálfar og karlar að gera? Hvernig gæti sameiginleg aðgerðaáætlun þeirra litið út?

mars 09, 2004

Karlmennska sem auðlind
9. mars kl. 20 í Reykjavíkurakademíunni


Minni á fyrirlestur Guðrúnar M. Guðmundsdóttur MA, Karlmennska sem auðlind og aðgangur að valdi, sem haldinn verður annað kvöld þriðjudag 9.mars kl. 20:00. Fyrirlesturinn er í fyrirlestraröðinni Auðlindir og stjórnun.

Í fyrirlestrinum fjallar Guðrún um karlmennsku sem aðgang að valdi út frá kenningum franska félagsfræðingsins og strúktúralistans Pierre Bourdieu um karllæg yfirráð (masculine domination) Út frá þeirri kenningu verður stoðum rennt undir þá fullyrðingu að aðgangur að karllægu kyngervi sé auðlind. Bourdieu útskýrir hvernig samfélagsgerðin (social structure) sem byggir á karllægum viðmiðum greipist í huga og líkama samfélagsþegnanna svo og stofnanir samfélagsins (s.s. menntakerfið, heilbrigðiskerfið, lögin) með þeim afleiðingum að karllæg hugsun verður normið eða sjálft hlutleysið. Konur og karlar eru því metin á hlutlausan hátt með karllægri mælistiku þar sem karlar koma að jafnaði betur út; þeir sýnast sjálfsöruggari, yfirvegaðri og því meira traustvekjandi vegna aðgangsins að karlmennsku-auðlindinni

Fyrirlesturinn er haldinn í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar að Hringbraut 121, 4.hæð og hefst kl.20:00 eins og fyrr sagði.
Að loknum fyrirlestri er opnað fyrir fyrirspurnir og umræður.

Allir hvattir til að mæta,

F.h. Mannfræðifélags Íslands
Hallfríður Þórarinsdóttir formaður

mars 04, 2004

Í kjölfar Píkutorfunnar...
Norrænn feminismi á 21. öldinni


Ráðstefna í Norræna húsinu mánudaginn 8. mars kl. 19:30 - 22:30
Í tilefni af útgáfu norræna greinasafnsins FEMKAMP - bang om nordisk feminism sem sænska forlagið Bang gaf nýverið út verða haldnar ráðstefnur um feminisma í Reykjavík, Osló, Helsinki og Kaupmannahöfn en sú fyrsta fór fram í Kulturhuset í Stokkhólmi 4 febrúar s.l.

Á ráðstefnunni í Norræna húsinu munu norrænir feministar segja frá því sem er efst á baugi í hverju landi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Shabana Rehman sem er pakistönsk að uppruna og búsett í Noregi. Hún er einkum þekkt sem uppistandari og hefur vakið mikla athygli fyrir gagnrýni sína á stöðu innflytjendakvenna í Noregi. Hún mun bæði halda fyrirlestur og troða upp. Gunilla Edemo og Ulrika Westerlund ritstjórar FEMKAMP segja frá tilurð greinasafnsins og því sem sænskir feministar eru að fást við. Heli Suominen blaðamaður, m.a. hjá tímaritinu Tulva ræðir um feminísk skrif og stöðu feminismans í Finnlandi. Danska dagskrárgerðarkonan Louise Witt-Hansen segir frá heitri umræðu um auglýsingaherferð mjólkursamlagsins Arla Foods. Fulltrúi íslenskra feminista er Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur en hún mun ræða um feminískt uppeldi. Fundarstjóri er Brynhildur G. Flóvenz lögfræðingur.

Boðið verður upp á túlkun frá skandinavísku málunum yfir á íslensku.
Túlkur: Borgþór Kjærnested.

Í bókinni FEMKAMP er landslag feminismans á Norðurlöndum í dag skoðað, einkum með tilliti til þeirrar vakningar sem orðið hefur í kjölfar Píkutorfunnar og segja má að hafi markað upphafið að þriðju bylgju feminismans.

Greinarhöfundar spyrja ýmissa spurninga: Af hverju notar mjólkursamsalan Arla Foods naktar konur í auglýsingum sínum á danska markaðnum? Af hverju liðu tíu ár áður en finnskir stjórnmálamenn tóku á sívaxandi vanda vegna mansals og vændis? Af hverju eru fegurðarsamkeppnir mikilvægar fyrir Íslendinga? Af hverju var verkfalli fagfélags fólks sem vinnur á vegum sveitarfélaga (meirihluti félagsmanna eru lágt launaðar konur) mætt með slíkri þögn í Svíþjóð? Og hvernig stendur á því að konur í hinu ríka landi Noregi fá lægri laun en konur á hinum Norðurlöndunum?
Bókin verður seld á ráðstefnunni og kostar kr. 1.250.-

Dagskrá



19:30 - 19:40 Brynhildur G. Flóvenz fundarstjóri opnar ráðstefnuna



19:40 - 20:00 Gunilla Edomo / Ulrika Westerlund (SVÍ) ritstjóra greinasafnsins FEMKAMP - bang om nordisk feminism kynna bókina og segja frá því sem gerst hefur í Svíþjóð eftir að bókin Fittstim (Píkutorfan) var gefin út.



20:00 - 20:20 Louise Witt-Hansen (DAN) dagskrárgerðarkona á Danmarks radio segir frá heitri umræðu um auglýsingar mjólkursamsölunnar Arla Foods á nýjum mjólkurafurðum.



20:20 - 20:40 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir (ÍSL) mannfræðingur segir frá persónulegri reynslu sinni af feminísku barnauppeldi á tímum klámvæðingar.



20:40 - 21:00 Hlé



21:00 - 21:20 Shabana Rehman (NOR) heldur fyrirlestur um húmor, feminisma og mannréttindi.



21:20 - 21:40 Heli Suominen (FIN) heldur erindi um feminisma, jafnrétti og feminíska blaðamennsku í Finnlandi.



21:40 - 22:00 Umræður



22:00 - 22:30 Shabana Rehman - Uppistand



Kaffistofa Norræna hússins verður opin frá 19:00 - 23:30



Fyrirlesarar á ráðstefnunni:

Guðrún Margrét Guðmundsdóttirer mannfræðingur. Hún skrifaði grein í greinasafnið Píkutorfuna sem fulltrúi einstæðra mæðra og var í framhaldi af því beðin um að skrifa fasta pistla um feminisma í tímaritið Veru.
Erindi hennar nefnist: Klámvæðing og uppeldi.

Gunilla Edemo & Ulrika Westerlund eru ritstjórar greinasafnsins FEMKAMP - bang om nordisk feminism og starfa hjá sænska forlaginu Bang sem gefur út bækur um feminísk málefni og tímaritið Bang. TImaritið Bang var stofnað 1991 en fyrsta bók forlagsins, greinasafnið Hjärnsläpp - Bang om biologism, kom út 2002.
Heimasíða Bang...

Heli Suominen frá Finnlandi er stjórnmálafræðingur og blaðamaður.
Hún er ritstjóri feministatímaritsins Tulva. Heli mun í erindi sínu fjalla um feminisma, jafnrétti og feminíska blaðamennsku í Finnlandi.
Nánari upplýsingar um tímaritið Tulva er að finna á vef feministafélagsins Unioni...

Louise Witt-Hansen frá Danmörku er dagskrárgerðarkona hjá Danmarks Radio og vinnur að gerð menningarefnis og heimildamynda. Hún skrifar pistla um feminísk málefni fyrir dagblaðið Information. Hún sat í stjórn félagsins Kvindeligt Selskab 2001-2003. Hún hóf sinn "eminíska "feril" þegar hún skrifaði grein í bókina Nu er det nok. Så er det sagt sem er danska hliðstæðan við Píkutorfuna.
Nánari upplýsingar um Kvindeligt Selskab..

Shabana Rehman frá Noregi hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli, bæði fyrir pistla sína um málefni kvenna og sem uppistandari. Hún er fædd 1976 Karachi í Pakistan en flutti á fyrsta aldursári með foreldrum sínum til Noregs. 1996 hóf Shabana að skrifa beitta pistla í dagblaðið VG um stöðu innflytjendakvenna í Noregi. Áhugi hennar á skemmtibransanum kviknaði þegar vinur hennar bað hana um aðstoð við að skrifa nokkrar senur fyrir sig og þannig hófst ferill hennar sem uppistandari. Einn af fyrstu bröndurum hennar var um múslimakonur sem hika ekki við að stunda kynlíf fyrir giftingu og láta síðan lýtalækna búa til nýtt meyjarhaft fyrir giftinguna. Shabana vakti þó fyrst verulega athygli þegar hún kom fram nakin, máluð í norsku fánalitunum og einnig í hefðbundnum pakistönskum klæðnaði í viðtali í norsku dagblaði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa! Shabana hefur ferðast víða með sýninguna "Á skíðum yfir Grænland" en titillinn hefur tvöfölda skírskotun, annars vegar til norsku þjóðhetjunnar Fridtjof Nansens sem ferðaðist á skíðum yfir Grænland um 1890 og hins vegar til hverfisins Grænlands í Osló þar sem mikill fjöldi innflytjenda býr.
Á ráðstefnunni mun Shabana halda erindi sem hún nefnir Fundamental - et foredrag om humor, feminisme og menneskerettigheter.
Nánari upplýsingar: www.shabana.no

Norden i fokus sem heyrir undir Norræna húsið í Reykjavík stendur fyrir ráðstefnunni.

Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar í Reykjavík: Guðrún Dís Jónatansdóttir verkefnisstjóri Norden i fokus, Erla Hulda Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur, Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona Feministafélags Íslands og Þorgerður Einarsdóttir lektor í kynjafræðum við Háskóla Íslands.

mars 02, 2004

Hittið í mars
Hittið í mars verður haldið á 2. hæð á Kaffi Sólon Bankastræti 7a þriðjudaginn 2. mars 2004 milli kl. 20-22.

Konur, stjórnmál og fjölmiðlar: Strákarnir spjalla
--------------------------------------------------------
Þriðjudagskvöldið 2. mars kl. 20.00 efnir Feministafélag Íslands til fundar á Sólon í Bankastræti um konur, stjórnmál og fjölmiðla: Strákarnir spjalla. Tveir fjölmiðlamenn og tvær stjórnmálakonur skiptast á skoðunum um hlut kvenna í fjölmiðlum.

Fyrir skömmu var kynnt niðurstaða rannsóknar Þorgerðar Þorvaldsóttur kynjafræðings á fjölmiðlaumræðunni í kosningabaráttunni sl. vor. Hún gerði m.a. könnun á hlut kynjanna í nokkrum útvarps- og sjónvarpsþáttum (Silfur Egils, Spegillinn, Kastljós, Í vikulokin, Sunnudagsspjall með Kristjáni Þorvaldssyni, Ísland í dag o.fl). Þar er skemmst frá að segja að mjög hallaði á konur í þessum þáttum. Eldri könnun sem gerð var að tilhlutan nefndar um konur og fjölmiðla leiddi í ljós að konur voru einungis 30% viðmælenda. Hvernig stendur á þessu? Hafa karlar aðeins áhuga á að tala við karla, en flestir þáttastjórnendur eru karlar? Hvernig líta fjölmiðlar á hlutverk sitt? Einn dagblaðsritstjóri hefur marghaldið því fram að hlutverk fjölmila sé að spegla þjóðfélagið. Hvernig er speglunin í raun?

Allt þetta verður rætt á Sólon. Þátttakendur verða: Alþingismennirnir Bryndís Hlöðversdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir, Þorfinnur Ómarsson útvarpsmaður og umsjónarmaður hagnýtrar fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og Robert Marshall fréttamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands.


Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis.

Kaffi, bjór og hvítvíni á tilboði - annars geta allir pantað sér að borða eða drekka af matseðli.

Sjáumst á Sólon!


Hittið er staður og stund…

…til að fá umræðu af stað
…til að varpa fram spurningum
…til að vera í góðum félagsskap
…til að bjóða nýliða Femínistafélags Íslands velkomna
…til að kynna niðurstöður rannsókna sem snúast um jafnréttismál
…til að kynna útskriftarverkefni sem snúast um jafnréttismál
…til að flytja ræður um femínisma og jafnrétti hér heima og erlendis
…þar sem femínistum er velkomið að tjá sig
…þar sem fólk úr stjórnmálum og viðskiptalífi getur komið og kynnt sér mál sem snúast um jafnrétti og femínisma
…þar sem okkur gefst tækifæri til að sjá andlitin á bak við nöfnin á netinu
…fyrir starfandi hópa innan félagsins til að hittast, kasta fram hugmyndum og bralla eitthvað skemmtilegt og bráðnauðsynlegt.
---------------------------------------------------

mars 01, 2004

Ráðstefna um karlarannsóknir 5-6 mars
Ráðstefna um karlarannsóknir verður haldin dagana 5.-6. mars í Háskóla Íslands. Þetta er fyrsta ráðstefnan á sviði karlafræða sem haldin er hér á landi. Þátt taka bæði innlendir og erlendir fræðimenn. Dagskrá ráðstefnunnar (með fyrirvara um breytingar) er hér. Athugið að ráðstefnan er opin öllum áhugasömum og aðgangur ókeypis.


Á föstudag og laugardag 5.-6. mars verður haldin ráðstefna í Háskóla Íslands sem heitir: Möguleikar karlmennskunnar - karlmennskur í fortíð, nútíð og framtíð. Þrír erlendir gestir mæta til leiks, þau Jeff Hearn frá háskólanum í Helsinki, Marie Nordberg frá Umeå og Jörgen Lorentzen frá Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði í Osló. Sá síðast taldi er einn helsti gúrú Norðurlanda í karlafræðum.

Nokkrar málstofur verða að loknum erindum gestanna m.a. ein um karlmennskur í sögulegu ljósi þar sem Gunnar Karlsson, Páll Björnsson, Sigríður Matthíasdóttir og Úlfar Bragason fjalla um karla á ýmsum tímum sögunnar. Þá er önnur málstofa um karlmenn í miðaldabókmenntum (Ásdís Egilsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir og Ármann Jakobsson). Velferð karla;umhyggja, umönnun og heilbrigði (Þórður Kristinsson, Hanna Björg Sigurjónsdóttir og Bragi Skúlason)heitir ein málstofan þar sem fjallað verður um karla í hjúkrun, ekkla og seinfæra feður. Þá fjalla þær sem eftir eru um karla og drengi í skólum (Ingólfur Á Jóhannesson, Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Manfred Lemke og Sigurjón Mýrdal, Þorvaldur Kristinsson, Berglind Rós Magnúsdóttir), karla og karlmennsku í auglýsingum (Gunnar Hersveinn, Guðmundur Oddur Magnússon og Elfa Ýr Gylfadóttir), karla og karlamenningu Guðjón Hauksson, Gísli Hrafn Atlason og Robert Faulkner), karla og fæðingarorlof (Þorgerður Einarsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir Helga Gottfreðsdóttir, Elin Kvande og Berit Brandt) og ósýnilega manninn sem tengist hinsegin bíódögum (Bennett Singer o.fl.).

Þetta er fyrsta ráðstefnan sem haldin er hér á landi um karlafræði og er þarna margt mjög athyglisvert á ferð. Fyrirlesarar eru að sjálfsögðu tilbúnir í viðtöl eða hvernig sem þið myndum vilja haga kynningu, þ.e. ef þið hafið áhuga. Kristín Ástgeirsdóttir og Erla Hulda Halldórsdóttir veita allar frekari upplýsingar í síma 525 4595.

Hinsegin bíódagar

Kvikmyndahátíðin Hinsegin bíódagar verður haldin í Reykjavík 4.–14 mars. Fimmtudaginn 4. mars hefst hátíðin kl. 20 með sýningu á hollensku söngva- og gamanmyndinni, Já systir, nei systir að viðstaddri aðalleikkonu myndarinnar, Loes Luca. Allar sýningar hátíðarinnar verða í Regnboganum við Hverfisgötu og boðið er upp á úrval nýrra og nýlegra kvikmynda sem vakið hafa athygli í austan hafs og vestan.

Að Hinsegin bíódögum standa Samtökin ´78, félag lesbía og homma á Íslandi, og FSS, félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta. Stjórnandi hátíðarinnar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir (s. 821 1110). Vefsíða Hinsegin bíódaga er www.hinbio.org

Menning, umgjörð, umhyggja 5. mars á Akureyri

Dagskrá málþings um niðurstöður CCC-verkefnis ?

Evrópusambandsverkefni um möguleika kvenna og karla til fæðingar- og foreldraorlofs og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.

Staður: Hótel Kea, Akureyri
Tímasetning: 5. mars kl. 13:00 ? 17:00
Fundarstjóri: Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu

Setning: Árni Magnússon, félagsmálaráðherra

Um verkefnið ? tildrög og vinnuferli
Elín Antonsdóttir, verkefnisstýra

Rannsóknarskýrslan:
Menning umgjörð og umhyggja í fjórum löndum. Niðurstöður rannsóknar
Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við HÍ
Few but committed fathers on parental leave
Antonia Griese - Federal Ministry for Family Affairs, Þýskalandi
Flexible fathers- the Norwegian experience
Elin Kvande og Berit Branth, Norwegian University of Sience and Technology, Þrándheimi, Noregi
Maternity leave and parental rights in Spain
Ingólfur Gíslason fyrir hönd Maria Amparo Ballester-Pastor, Universitat de Valencia, Spáni

Umræður og fyrirspurnir
Rannsóknaraðilar sitja fyrir svörum

Frumsýning valdra kafla heimildarmyndar
Samver hf. gerði heimildarmynd sem einnig byggir á viðtölum við foreldra í þátttökulöndunum um rétt þeirra og notkun fæðingar- og foreldraorlofs

Ráðstefnulok

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?