Feministinn

feministinn.blogspot.com

ágúst 31, 2003

Fallhlerinn

Á femínistapóstlistanum er bent á grein e. Gísla Tryggvason, sem hann kallar Fallhlerann á vefnum www.bhm.is. Þar er að finna athyglisverðar pælingar um mismunandi umburðarlyndi samfélagsins gagnvart "brotum" stjórnmálamanna og -kvenna. Hann týnir til nokkuð góð dæmi og fjallar um og ber saman mismunandi viðbrögð kerfisins og almennings gagnvart "yfirsjónum" eða "brotum" t.d. Þórólfs Árnasonar, Ingibjargar Sólrúnar, Davíð Oddssyni og Valgerði Bjarnadóttur.

Bent er einni á þessa grein Jafnrétti kynjanna, fylgir hugur máli? á annall.is/thorkell.

Fundur í atvinnu- og efnahagsmálahópi 3. sept

Heilir og sælir feministar.

Á miðvikudaginn 3. sept. kl. 17.00 verður haldinn fundur í atvinnu- og efnahagsmálahópi Feministafélagsins. Fundurinn verður haldinn í húsi Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Aragötu 9, 107 Reykjavík. Þar mun Kristjana Stella Blöndal fjalla um stöðu launamálanna og rætt verður um framlag hópsins itl feminstavikunnar 24. okt. - 1. nóv. Þar sem ýmsar breytingar virðast hafa orðið á netföngum þeirra sem skráðu sig í vor (ég fékk nokkur bréf til baka), þori ég ekki annað en að senda út tilkynningu á póstlistanum í þeirri von að þið sjáið hana sem hafið skráð ykkur.

Með kveðju og munið "Hittið" á Sólon á þriðjudagskvöldið. Svolítið stíf dagskrá en við erum að koma starfinu í gang aftur og þá veitir ekki af að hittast.

Með kveðju,
Kristín Ástgeirsdóttir ráðskona.

ágúst 30, 2003

HITTIÐ 2 september 2003 kl-20-22


Hittið er svaðaleg samkoma femínista á 2. hæð á Kaffi Sólon Bankastræti 7a fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði milli kl. 20-22.


FYRSTA HITTIÐ ER 2. SEPTEMBER 2003 KL. 20-22

Hittið er staður og stund…

…til að fá umræðu af stað
…til að varpa fram spurningum
…til að vera í góðum félagsskap
…til að bjóða nýliða Femínistafélags Íslands velkomna
…til að kynna niðurstöður rannsókna sem snúast um jafnréttismál
…til að kynna útskriftarverkefni sem snúast um jafnréttismál
…til að flytja ræður um femínisma og jafnrétti hér heima og erlendis
…þar sem femínistum er velkomið að tjá sig
…þar sem fólk úr stjórnmálum og viðskiptalífi getur komið og kynnt sér mál sem
snúast um jafnrétti og femínisma
…þar sem okkur gefst tækifæri til að sjá andlitin á bak við nöfnin á netinu
…fyrir starfandi hópa innan félagsins til að hittast, kasta fram hugmyndum og
bralla eitthvað skemmtilegt og bráðnauðsynlegt.


FYRSTA HITTIÐ ER 2. SEPTEMBER 2003 KL. 20-22


Dagskráin 2. september 2003:
Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona Femínistafélags Íslands segir okkur frá því sem er búið að gerast hjá félaginu og hvað er framundan.

Kristín Ástgeirsdóttir fyrrum þingmaður og ráðskona segir okkur frá ráðstefnu sem fjöldi fræðikvenna fóru á í Lundi í ágúst. Hvað eru femínistar að bralla erlendis? Hver er staðan í jafnréttismálum á klakanum og erlendis? Hvað er á seyði í fræðaheiminum? Mansal? Konur og stríð?…

Kynnir er Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur sem ætlar að splæsa atriðum kvöldsins saman og stjórna umræðum.


Bjór og hvítvíni á tilboði - annars geta allir pantað sér að borða eða drekka af matseðli.


Sjáumst á Sólon!

ágúst 26, 2003

Margareta Winberg kemur til Íslands

Margareta Winberg varaforsætis- og jafnréttisráðherra Svíþjóðar flytur erindi á vegum íslenskrar kvennahreyfingar á Grandhóteli Sigtúni 38, laugardaginn 6. sept. Kl. 10-12.

Svíar hafa sýnt að þori maður og vilji, þá er hægt að bylta lagaumhverfi og vinna ötullega gegn misrétti og ofbeldi. Jafnréttisumhverfi í Svíþjóð og lög er varða kynferðisofbeldi eru fyrirmynd kvennahreyfinga víða um heim. Svíar skilgreina vændi sem kynferðisofbeldi og hafa ein landa í heiminum bannað kaup á því.

Kvinnofrid-lögin í Svíþjóð eru ekki kynhlutlaus eins og almenn lög, en ganga útfrá raunveruleika kvenna sem búa við ofbeldi og byggja m.a. á þekkingu kvennahreyfingunnar á aðstæðum þeirra. Nefna má að þann 1. sept. taka gildi lög sem heimila að fjarlægja ofbeldismenn af sænskum heimilum í stað þess að þær eða þau sem fyrir ofbeldinu verða þurfi að flýja heimili sitt. Svíar hafa auk þessa stofnað sérstakan brotaþolasjóð sem er fjármagnaður af sektum sakamanna og nýtist til rannsókna og fyrirbyggjandi aðgerða.

Margareta Winberg jafnréttisráðherra hefur sýnt mikið frumkvæði og áræði í baráttunni gegn hvers kyns kynferðisofbeldi á alþjóðavettvangi og nýtur mikillar virðingar. Hún mun segja Íslendingum frá sænsku leiðinni þann 6. sept.. Kvennahreyfingin er bjartsýn og þess fullviss að íslensk stjórnvöld muni hlusta vandlega á Margaretu Winberg nú rétt fyrir þingbyrjun.

Eftirfarandi samtök standa að heimboðinu

Briet Félag ungra feminista
Feministafélagið
Kvennakirkjan
Kvennaráðgjöfin
Kvenréttindafélagið
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar
Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum
Stígamót
Tímaritið Vera
Unifem á Íslandi
_________________

ágúst 24, 2003

Umræða um félagið

Núna er mikil umræða á vefumræðukerfinu femínistaspjallið um Femínistafélagið. Þessa umræðu má sjá á byrjun og framhald og vefsíðu 1 og vefsíðu 2

ágúst 20, 2003

Hvað má í atvinnuviðtölum

Anna Björg Siggeirsdóttir hjá Verslunarmannafélag Reykjavíkur póstaði á femínistapóstlistann og vakti athygli á að VR hefur brugðist við áskorun sem kom fram á femínistapóstlistanum og tekið saman pistil um hvað má spyrja um í atvinnuviðtölum. Skoðið pistilinn Má spyrja um persónulega hagi í atvinnuviðtali.

ágúst 19, 2003

Fundur hjá stjórnmálahóp 20. ágúst

Stjórnmálahópur FÍ mun halda fund annað kvöld (miðvikudag ), kl 20:30. Fundarstaður verður að Sólvallagötu 41, eh (heima hjá mér). Þær/þeir sem hafa áhuga á að starfa með stjórnmálahópnum eru sérstaklega boðnar/-ir velkomnar.

Svanborg Sigmarsdóttir (að ráðskast í fjarveru Rósu)

Þrjár femíniskar aðgerðir voru á menningarnótt


Karlarabb var við Skífuna kl. 21 og Öraðgerð í Lækjargötu kl. 19-22 og ljóðalestur hjá Stígamótum. Ofbeldisvarnarhópur kom saman hjá Stígamótum við Vesturgötu. Hátalarar voru í gluggum og viðstaddir lásu ljóð um ást og hamingju og frið fyrir vegfarendur. Karlahópur var með Karlarabb í Skífunni þar sem ljóðskáld og rapparar möluðu um karla, femínisma og karlmennsku á meðan varpað var á tjald myndum af karlmennskuímyndum.Salka, Aðalbjörg Þóra og Auður Alfífa voru með öraðgerð í Lækjargötu. Þær eru með rannsóknarleikhúsið Júlía & Júlía og voru með bleikan bíl og bleikan stól og buðu vegfarendum að lesa texta um jafnréttismál.

ágúst 14, 2003

KARLARABB Á MENNINGARNÓTT



Á Menningarnótt stendur karlahópur Femínistafélagsins fyrir uppákomunni „Karlarabb“ í verslun Skífunnar á Laugavegi 26.

Þar mætast raparar og ljóðskáld til að mala um karla, femínisma og karlmennsku. Dagskráin hefst kl. 21.00 og lýkur um hálftíma síðar.

ágúst 05, 2003

Fundur í margbreytileikahóp í kvöld - Gaypride
Margbreytileikahópur hittist í kvöld kl. 20:30 á Kaffi Mílanó. Þau sem eru áhugasöm endilega kíkið á fundinn :) Rætt verður um skipulagningu fyrir Gay Pride gönguna.

Einnig væri vel þegið ef þau ykkar sem ekki komist á fundinn en eruð með hugmyndir um uppákomur í göngunni mynduð pósta hugmyndir á póstlistann, eða hafið samband við Svandísi ráðskonu (svasva@shh.is ) eða Kötu (katao@simnet.is)

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?