Feministinn

feministinn.blogspot.com

maí 25, 2004

Nýtt ráð Femínistafélagsins

Aðalfundur Femínistafélagsins var haldinn 19.maí í Hlaðvarpanum. Það var kosið ráð fyrir annað starfsár félagsins. Eftirfarandi skipa ráð félagsins 2003-2004

Atvinnu- og stjórnmálahópur
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir 697-3040 isfold1@heimsnet.is
Magga Pé gundog@mmedia.is
Fræðsluhópur
Berglind Rós Magnúsdóttir 846-7514 / 551-4224 brm@hi.is
Heilbrigðishópur
Sóley Tómasdóttir 895-8285 soley@skaparinn.is
Karlahópur
Arnar Gíslason 691-9126 elvis@hi.is
Gísli Hrafn Atlason 0045-4636-4714 gislihrafn@tiscali.dk
Menningarhópur
Sólborg Ingadóttir 695-1609 solborgi@mmedia.is
Staðalímyndahópur
Sóley Stefánsdóttir 698-4300 soley@mi.is / soleystefans@lhi.is
Ungir femínistar
Eva Bjarnadóttir 860-2252 evab@hi.is
Vefhópur
Salvör Gissurardóttir 694-8596 salvor@khi.is
ÖryggisráðHrafnhildur Hjaltadóttir hrafnhj@hi.is

Gjaldkeri
Erla Hlynsdóttir 698-7887 erlahlyns@simnet.is
Ritari
Kristín Ástgeirsdóttir 864-0493 krast@simnet.is
Talskona
Katrín Anna Guðmundsdóttir 698-1002 katrinc@hi.is

Ályktun um vændisfrumvarpið

Undirrituð samtök, embætti og þjónustur fagna því að vændisfrumvarpið svokallaða skuli nú hafa hlotið afgreiðslu í Allsherjarnefnd Alþingis og lýsa yfir stuðningi við þær breytingatillögur við frumvarpið sem nú liggja fyrir. Þær eru til þess fallnar að tryggja öflugan stuðning við málið og við erum þess fullviss að þær verði til þess að málið fái góðan stuðning frá öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Við hvetjum forseta þingsins til að taka frumvarpið til annarrar umræðu sem fyrst svo leiða megi í ljós vilja Alþingis í þessum efnum. Um leið hvetjum við Alþingismenn til að skoða vel rökin sem liggja að baki málinu og tryggja síðan með atkvæði sínu að Ísland fylgi fordæmi Svía og setji ábyrgðina af auknu vændi meðal vestrænna þjóða þar sem hún á heima.


Stígamót
Samtök um kvennaathvarf
Femínistafélag Íslands
Prestur innflytjenda
Kvenréttindafélag Íslands
Kvennaráðgjöfin
Tímaritið Vera
Kvennakirkjan


V-dagssamtökin
Kvenfélagasamband Íslands
Bríet ? félag ungra feminista
Unifem á Íslandi
Landssamband Framsóknarkvenna
Neyðarmóttaka vegna nauðgana
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

maí 14, 2004

Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti málþing 15. maí

Næstkomandi laugardag, 15. maí, gengst jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar fyrir málþinginu Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti á Hótel Borg. Málþingið hefst kl. 10 og stendur til kl. 13.30. Húsið opnar kl. 9.30 og er morgunverður af hlaðborði á boðstólum sem kostar kr. 1.000.

Tilefnið er vaxandi umræða um réttindi og stöðu minnihlutahópa í samfélaginu og sú opna spurning hvort stjórnsýslunni beri að gera sérstakar ráðstafanir umfram það sem leiðir af jafnræðisreglu stjórnsýslulaga til að tryggja að fólki sé ekki mismunað á grundvelli minnihlutastöðu þeirra. Er í því sambandi oft vísað til þess að stjórnsýslan lögum samkvæmt hefur komið á fót sérstökum embættum, stofnunum eða nefndum sem starfa að jafnrétti kvenna og karla, bæði á vettvangi sveitarfélaga og ríkisins. Um leið er á það bent að baráttan fyrir jafnrétti karla og kvenna megi ekki einskorðast við þá þjóðfélagshópa sem sýnilegastir eru í samfélaginu, heldur verði hún að ná til allra hópa samfélagsins, enda sé staða karla og kvenna innan minnihlutahópa einnig ólík.

Þessi umræða er alþjóðleg, en tilskipanir ESB gegn mismunun hafa víða haft áhrif í átt að aukinni samþættingu milli starfs að jafnrétti kvenna og karla og starfs að stöðu annarra minnihlutahópa. Þá hafa alþjóðlegir straumar innan stjórnunar- og mannauðsfræða (mulitculturalism - diversity management) einnig ýtt undir þessa þróun.

Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar, sem starfar á grundvelli laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, lítur á það sem hlutverk sitt að stuðla að aukinni umræðu um þessi mál.

maí 13, 2004

Allar heimsins konur opnar í Gerðubergi 16. maí

Allar heimsins konur
Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
16. maí ? 24. júní 2004
Opnun sunnudaginn 16. maí kl. 15.00


Sýningin Allar heimsins konur er sýning þar sem konur frá 176 löndum sýna verk sem hefur þemað ?Að vera kona, hvað þýðir það?. Sýningin er búin að fara um allan heim og var nú síðast á Listasafninu á Akureyri en kemur til Reykjavíkur þann 16. maí nk.
Listamaðurinn Claudia DeMonte er umsjónarmaður sýningarinnar og býr hún í New York. Hún hefur sjálf haldið yfir 60 einkasýningar og tekið fyrir málefni kvenna á ?gamansaman? hátt. Hún segir að áhugavert sé að skoða hina ólíku menningarlegu þætti sem speglast í verkum kvennanna 176. Hún mun einnig sýna verk sín í Gerðubergi.

Á opnun verður boðið upp á alþjóðlega skemmtun í samstarfi við Kramhúsið. Þar verður meðal annars á dagskrá Margrét Pálmadóttir með nokkrar söngdísir, magadans, þjóðdansar frá Balkanskaga, flamenco, Orville með afró og fleira.
Boðið verður upp á léttar veitingar.

Sýningin Allar heimsins konur hefur tvenns konar tilgang, fagurfræðilegan og fræðandi. Sýningin kallar fram spurningar um líf kvenna um allan heim og fylgir sýningunni þykk sýningarskrá með ljósmyndum af öllum verkunum, tölfræði um bakgrunn listakvennanna og útskýringum á félagslegum þáttum sem hafa áhrif á líf þeirra í þessum ólíku löndum. Þar á meðal eru ýmis málefni varðandi fæðingar og umskurði. Verkin á sýningunni gefa okkur innsýn í líf þreyttra húsmæðra og pirraðra dætra. Önnur verk eru með mun alvarlegri tón eins og myndin frá Tælandi sem sýnir skó hlekkjaðan við háhælaða skó.

Myndunum var safnað saman á þremur og hálfu ári og átti þemað að tengjast málefnum dagsins í dag.

Sumir þátttakendanna eru þjóðþekktir listamenn á meðan aðrir hafa aðra atvinnu eins og t.d. listakonan frá Zambiu, en hún er kennari og kona frá Bútan sem gerði sína mynd í flóttamannabúðum.
Sýningin mun svo halda til Grikklands að lokinni Íslandsdvöl á Ólympíuleikana 2004.
Claudia DeMonte hefur víða haldið fyrirlestra um aðdraganda sýningarinnar og mun halda fyrirlestur á Íslandi 16. maí í Gerðubergi kl 14.30.

Hægt er að fá meiri upplýsingar á www.imow.org, www.gerduberg.is; www.listasafn.akureyri.is.
Upplýsingar um leiðsögn og sýninguna gefur Hólmfríður Ólafsdóttir í síma 5757700 eða holmfridur@gerduberg.is

Sýningin er opin mán-fös kl. 13-18 og kl. 13-17 um helgar. Athugið, lokað um helgar í júní.

Aðgangur ókeypis

maí 08, 2004

Aðalfundur og afmælisskemmtun 19. maí

Aðalfundur Femínistafélagsins verður haldinn 19. maí kl. 20 í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3 b.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Að loknum aðalfundi verður afmælisskemmtun til kl. 01.00 eftir miðnætti.

Femínistar í Kolaportinu 5-6 júní

Helgina 5.-6. júní verður Femínistafélag Íslands með kompusölu í Kolaportinu og er það liður í fjáröflun félagsins.

Ef þú átt dót í kompunni sem þú hefur ekki not fyrir lengur og gætir hugsað þér að styrkja Femínistafélagið um, þá máttu endilega hafa samband við okkur og við náum í það nokkrum dögum fyrir kompusöluna.

Hægt að ná í Arnar í síma 691-9126 og með tölvupósti á elvis@hi.is, og Auði Magndísi í síma 868-6890 og með tölvupósti á audurl@hi.is.

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?