Feministinn

feministinn.blogspot.com

september 20, 2004

Karlmennskukvöld á Grand Rokk 28. sept.

"Karlmennskukvöldið" verður haldið á GrandRokk þriðjudaginn 28. sept. kl. 20.00.

Inga Huld Hákonardóttir byrjar með erindi sem nefnist "Femínistinn Jesús", þá verður Sigríður Þorgeirsdóttir með erindi um John Stuart Mill og að lokum verður kemur Kristín Ástgeirsdóttir með erindi sem nefnist "íslensku karlarnir og kosningaréttur kvenna"...sem sé um íslensku kallana sem skiptu sér að jafnréttismálum. Guðmundur Andri Thorsson stýrir umræðum.

Í bleikum börum 21. sept.

Þriðjudaginn 21. september kl. 11.30 afhendir Femínistafélag Íslands nýjum forsætisráðherra hjólbörufylli af lesefni um jafnréttismál, sem félagið telur mikilvægt að forsætisráðherra kunni góð skil á, tileinki sér og miðli til þjóðarinnar.

Í hjólbörunum er að finna margvíslegan fróðleik um jafnréttismál, svo sem rannsóknir á viðhorfum kynjanna, hegðun þeirra og stöðu, sagnfræðirannsóknir, ævisögur, frásagnir og fæðingarsögur.

Það er von Femínistafélags Íslands að forsætisráðherra hafi af gjöfinni bæði gagn og gaman og að hann stuðli að þeim breytingum sem þörf er á í samfélaginu til að jafnrétti náist í raun.

Forsætisráðherra verður einnig afhent gjafabréf þar sem honum er gefinn kostur á ókeypis jafnréttisnámskeiði.

Meðfylgjandi er listi yfir bækur, skýrslur og rannsóknir sem verða í hjólbörunum.

Staður og stund: Fyrir utan Stjórnarráðið, kl. 11:30 þann 21. september 2004.

Nánari upplýsingar veita: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, s. 697 3040 og Gísli Hrafn Atlason, s. 846 8509 og Katrín Anna Guðmundsdóttir, s. 698 1002.


Kær kveðja,

Femínistafélag Íslands

-----------------------------------------------------------------------
Bækur og rannsóknir í hjólbörur Halldórs
(þetta er ekki endanlegur listi... mikið meira bættist í börurnar)


Towards a Closing of the Gender Pay Gap : A comparative study of three occupations in six European countries. Norwegian Center for gender equality (2002)
Towards a Closing of the Gender Pay Gap Country Report : Iceland. Norwegian Center for gender equality (2002)
Towards a Closing of the Gender Pay Gap Country Report : Norway. Norwegian Center for gender equality (2002)
Towards a Closing of the Gender Pay Gap Country Report : Denmark. Norwegian Center for gender equality (2002)
Towards a Closing of the Gender Pay Gap Country Report : Greece. Norwegian Center for gender equality (2002)
Towards a Closing of the Gender Pay Gap Country Report : Austria. Norwegian Center for gender equality (2002)
Towards a Closing of the Gender Pay Gap Country Report : United Kindom. . Norwegian Center for gender equality (2002)
Samanburður á launum karla og kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg (1996) Félagsvísindastofnun.
Samanburður á launum karla og kvenna sem starfa hjá Mosfellsbæ (2000). Félagsvísindastofnun.
Samanburður á launum karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg (2001). Félagsvísindastofnun.
Samanburður á launum karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ (1998). Félagsvísindastofnun.
Björg; Ævi saga Bjargar C. Þorláksson eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur útgefandi JPV útgáfa.
Björg; verk Bjargar C. Þorláksson ritstjórn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, útgefandi JPV útgáfa.
Svona gera prinsessur eftir Per Gustavsson: útgáfa Bjartur
Konur, friður og öryggi: Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325. (2003) BA ritgerð í stjórnmálafræði eftir Birnu Þórarinsdóttur.
Völd, tengsl og eðli nefnda, stjórna og ráða hjá hinu opinbera og fyrirtækjum skráðum hjá Kauphöll Íslands ? þátttaka kvenna.(2003) Nýsköpunarverkefnið eftir Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttir.
Af hverju nauðga karlar ? (2004) Master ritgerði í mannfræði eftir Guðrún Margrét Guðmundsdóttir.
Kynlegir kvistir: karlar í hjúkrun (2003) Þórður Kristinsson
Skýrslu um konur og vísindi (2002).
Skýrslu um efnahagsleg völd kvenna (2004).
Veröld sem ég vil - Saga Kvenréttindafélags Íslands e. Sigríði Th. Erlendsdóttur.
Launakönnun VR (2004)
Orðræður um kyngervi um völd og virðingu í unglingabekk: (2003) Master ritgerði í Uppeldis og menntunarfræðum eftir Berglindi Rós Magnúsdóttir
Kynlífsmarkaður í mótun. (2003) eftir Drífu Snædal viðskiptafræðing.
Píkutorfan: Edda-miðlun.
Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð: Edda-miðlun.

september 18, 2004

Ráð Femínistafélagsins

Hér er listi yfir ráð Femínistafélagsins eins og það er skipað í september 2004.

Talskona
Katrín Anna Guðmundsdóttir 6981002 katrinc@hi.is

Ritari
Kristín Ástgeirsdóttir 8640493 krast@simnet.is

Gjaldkeri
Erla Hlynsdóttir 6987887 erlahlyns@simnet.is

Atvinnu- og stjórnmálahópur
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir 6973040 isfold1@heimsnet.is
Margrét Pétursdóttir 6910038 gundog@mmedia.is

Fræðsluhópur
Berglind Rós Magnúsdóttir 8467514 brm@hi.is

Heilbrigðishópur
Sóley Tómasdóttir 8958285 soleyt@itr.is

Karlahópur
Gísli Hrafn Atlason 8468509 gislihrafn@simnet.is
Arnar Gíslason 6919126 elvis@hi.is

Menningarhópur
Sólborg Ingadóttir 6951609 solborgi@mmedia.is

Staðalímyndahópur
Sóley Stefánsdóttir 6984300 soley@mi.is

Ungir femínistar
Eva Bjarnadóttir 6646633 evab@hi.is

Vefhópur
Salvör Gissurardóttir 6948596 salvor@khi.is

Öryggisráð
Kristín Tómasdóttir (VANTAR SÍMANR) kristto@hi.is

september 17, 2004

Fyrirlestrar um kynbundið ofbeldi ætlaðir fagfólki

Gagnabanki

Jaðarstaða kvenna í íslenskri refsilöggjöf varðandi nauðganir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur
Netfang: gudrungu@hi.is
Tími: allt að 1 klst
Verð: 15.000
Erindi þetta er unnið upp úr mastersritgerð í mannfræði sem ber titilinn: Af hverju nauðga karlar? Eða nánar tiltekið úr þeim hluta hennar sem lýtur að meðferð nauðgunarmála í íslensku réttarkerfi. Fyrirlesturinn er ætlaður lögmönnum og dómurum.

Ofbeldi karla gegn konum og börnum
Sólveig Anna Bóasdottir, dr. teol
Netfang: solveig@akademia.is
Tími: allt að 1 klst
Verð: 15.000
Fyrirlesturinn er sniðinn fyrir starfsfólk kirkjunnar. Farið er í skilgreiningar og skýringar á ofbeldi og afstöðu kirkjunnar til þess. Þá er fjallað um hvað kirkjan geti gert og hvernig guðfræðilegar hugmyndir ríma við úrræði.

Í klóm dauðans: Grundvallarþættir heimilisofbeldis
frá sjónarhóli kvenna sem þolenda

Sigríður Halldórsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði
Netfang: sigridur@unak.is
Tími: allt að 1 klst
Verð: 15.000
Í fyrirlestrinum er gerð grein fyrir rannsóknum á heimilisofbeldi frá sjónarhóli kvenna sem þolenda. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum þeim sem vilja dýpka skilning sinn á áhrifum ofbeldis á konur og hvernig hægt er að aðstoða þær til betra lífs án ofbeldis.

Úr viðjum vanans
Halla Gunnarsdóttir, kennari
Netfang: halla@kaninka.net
Tími: allt að 1 klst
Verð: 15.000
Fyrirlesturinn er fræðsla fyrir kennara og annað fólk sem starfar með börnum um kynmótun og kynferðislegt ofbeldi ásamt hugmyndum að kennsluefni.Í efninu er farið yfir hvernig kynmótun heldur okkur í viðjum vanans og samfélagið grefur niður allar upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi.


Neyðarmóttaka vegna nauðgana
Eyrún B. Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur Neyðarmóttöku vegna nauðgunar
Netfang: eyrunj@landspitali.is
Tími: allt að 1 klst
Verð: 15.000
Fyrirlesturinn er ætlaður öllu fagfólki og þeim sem vinna með börn og unglinga á ýmsum vettvangi. Það er kynning á starfsemi og þjónustu Neyðarmóttökunnar, hverjir koma að því og hvers má vænta þegar þolendur leita sér hjálpar, bæði konur og karlar. Einnig er frætt um afleiðingar nauðgunar, breytingar á kynferðisbrotum og áhrif klámvæðingar á samfélagið.

Ofbeldi karla gegn konum: Hvaða spurninga á að spyrja
Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Netfang: drifa@kvennaathvarf.is
Tími: allt að 1 klst
Verð: 15.000
Fyrirlesturinn er ætlaður öllu fagfólki sem vinnur með konum. Farið er yfir birtingamyndir heimilisofbeldis og andlegar-, líkamlegar-, og félagslegar afleiðingar þess fyrir konur sem beittar eru ofbeldi. Markmiðið er að fagfólk þekki merki þess að um heimilisofbeldi sé að ræða, spyrji réttu spurninganna og kunni að bregðast við.

Vitnisburður barna í kynferðisbrotamálum
Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur.
Netfang: margret@ahus.is
Tími: allt að 1 klst
Verð: 15.000
Erindi þetta er unnið upp úr kanditatsritgerð í lögfræði, ?Sönnun í kynferðisbrotamálum?, ásamt síðari uppfærslum. Fjallað er um viðhorf til og mat á vitnisburði barna í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Fyrirlesturinn er ætlaður lögmönnum, dómurum, starfsmönnum barnaverndarnefnda og öðrum þeim sem áhuga hafa á efni fyrirlestrarins. Sömuleiðis er hann ætlaður nemum innan lögræði, sálfræði, kennslufræði, félagsfræði og nemum í Lögregluskóla ríkisins.

Hálfsannleikurinn um kynferðisofbeldi
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og talskona Stígamóta
Netfang: runa@stigamot.is
Tími: allt að 2 klst
Verð: 25.000
Fyrirlesturinn byggist á myndasýningu. Vitundarvakning sl. áratuga gagnvart kynferðisofbeldi er rakin og bent á að enn er nokkur vinna eftir til þess að orðræða um þetta samfélagsmein endurspegli heildarmyndina af fyrirbærinu.
Tekið er mið af því að algengustu afleiðingar kynferðisofbeldis eru skömm, sektarkennd og léleg sjálfsmynd og reiði yfir ofbeldinu er óalgeng á meðal fórnarlamba þess. Skýringarnar eru margþættar, en að hluta til snúast þær um að enn eru lífseig viðhorfin, þær sem ekki passa sig, þær eru sekar. Sýndar eru áróðursmyndir undanfarinna áratuga, blaðagreinar og vitnað í feminíska hugmyndafræðinga. Einnig er notast við tölfræðiupplýsingar úr ársskýrslu Stígamóta. Bent er á hvernig breyta þurfi áherslum í forvarnarstarfi til þess að ná árangri í baráttunni gegn kynferðisofbeldi.

Bætum hlustunarskilyrðin
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og talskona Stígamóta
Netfang: runa@stigamot.is
Tími: allt að 2 klst
Verð: 25.000
Fyrirlesturinn byggir á reynslu og tölfræðiupplýsingum Stígamóta og nýjum rannsóknum um kynferðisofeldi gagnvart börnum. Af þeim 251 sem leituðu til Stígamóta á sl. ári höfðu 56% hvergi leitað aðstoðar annars staðar og aðeins tveir einstaklingar höfðu leitað hjálpar hjá skólastarfsmönnum. Þó er líklegt að um 17% barna undir 18 ára aldri hafi verið beitt kynferisofbeldi. Gefin er innsýn í umfang vandans og alvarleika og bent á nauðsyn þess að bæta aðgengi fólks að hjálp og stuðningi. Til þess þarf að koma fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námskrár fagstéttanna og jafnframt þarf að búa til aðgerðaráætlanir innan stofnanna um það ferli sem fer í gang þegar uppvíst verður um kynferðisofbeldi.

Klám og vændi eru birtingarmyndir kynferðisofbeldis
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og talskona Stígamóta
Netfang: runa@stigamot.is
Tími: allt að 2 klst
Verð: 25.000
Byggt á hugmyndafræði norrænna kynjafræðinga og reynslunni frá Stígamótum. M.a. verða sýndar myndir sem unnar hafa verið í myndmeðferð hjá Stígamótum.

Mikilvægustu verkefnin framundan í baráttunni gegn kynferðisofbeldi
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og talskona Stígamóta
Netfang: runa@stigamot.is
Tími: allt að 1 klst
Verð: 15.000
Erindi haldið á ráðstefnu norrænu kvennaathvarfahreyfingarinnar í Kristiansand í Noregi 2004. Farið er yfir hvað hafi áunnist, hlutverk kvennaathvarfanna, hugmyndafræði og helstu verkefni norrænna velferðarsamfélaga í baráttunni gegn kynferðisofbeldi

Sifjaspell og/eða nauðganir
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og talskona Stígamóta
Netfang: runa@stigamot.is
Tími: allt að 2 - 10 klst
Semja þarf um verð eftir lengd fyrirlesturs
Byggt á tölfræðiupplýsingum og öðrum heimildum frá Stígamótum. Umfang, afleiðingar, ofbeldisverkin, ofbeldismennirnir, sjálfshjálparstarf.

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum - námskeið
Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og talskona Stígamóta
Netfang: runa@stigamot.is
Tími: allt að 4 klst
Semja þarf um verð
Skilgreiningar, hvernig birtist áreitnin, afleiðingar, æfingar, hvernig má bregðast við.

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum
Brynhildur G. Flóvenz hdl.
Netfang: brynhild@mmedia.is
Tími: allt að 1 klst.
Verð: 15.000 kr.
Námskeiðið er ætlað starfsmönnum sem yfirmönnum fyrirtækja og stofnana. Farið er yfir réttindi þolenda og skyldur stjórnenda er lúta að kynferðislegri áreitni sem og viðurlög við brotum.

Heimildir lögreglu og ákærureglur í málum er varða ofbeldi á heimilum.
Brynhildur G. Flóvenz hdl.
Netfang: brynhild@mmedia.is
Tími: allt að 2 klst
Verð: 25.000
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað lögreglu, saksóknurum og lögmönnum. Farið er yfir lögbundnar heimildir lögreglu til að grípa inn í heimilisofbeldi ásamt möguleikum til ákæru.

Nálgunarbann
Brynhildur G. Flóvenz hdl.
Netfang: brynhild@mmedia.is
Tími: allt að 1 klst.
Verð: 15.000
Námskeiðið er ætlað lögreglu, dómurum og öðrum þeim er koma að málum er varða ofbeldi á heimilum. Fjallað verður um lagaákvæði um nálgunarbann, hvernig því er beitt hérlendis og hvaða hagsmunir búa að baki. Ennfremur hvernig hægt er að nýta nálgunarbann sem tæki til að stöðva ofbeldi.

Það sem sjúklingurinn segir þér ekki
Guðrún Agnarsdóttir læknir
Netfang: gudrunag@krabb.is
Tími allt að 1 klst.
Verð: 15.000
Erindið er ætlað heilbrigðisstarfsfólki og öðru fagfólki sem vinnur með börnum og unglingum. Fjallað er um ofbeldi, einkum kynferðisofbeldi og afleiðingar þess og sjónum beint að reynslu ungs fólk undir 18 ára aldri. Ennfremur rætt um mikilvægi þess að fagfólk kunni að spyrja um og hlusta á reynslu skjólstæðinga í þessum efnum, og hvernig megi bregðast við.

Listmeðferð með þolendum kynferðisofbeldis.
Halldóra Halldórsdóttir listmeðferðarfræðingur
Netfang: halldora@landspitali.is
Tími: allt að 1 klst.
Verð: 15.000
Erindinu er ætlað að veita nokkra innsýn í listmeðferð og hvers vegna hún getur sérstaklega gagnast þolendum kynferðisofbeldis, bæði börnum og fullorðnum. Dæmi með myndum úr listmeðferð.

september 15, 2004

Erindi um jafnréttismál frá Samfylkingarfundi

Erindi sem voru flutt á fundi Samfylkingarinnar um jafnréttismál í september eru komin á vefinn http://www.framtid.is

Erindin eru
Sókn er besta vörnin Valgerður Bjarnadóttir
Strákhvolpar og slæðukonur Rósa Erlingsdóttir
Jing og Jang kynjanna Gunnar Hersveinn

Námsstefna um kynferðisofbeldi

Föstudaginn 17. september verður ráðstefna um kynferðisofbeldi. Sjá nánar dagskrána hérna.

september 03, 2004

Bakka í vörn eða sækja fram?

Fundur á vegum Samfylkingarinnar í Iðnó 4. september kl. 11-13

Opinn morgunverðarfundur um konur, karla og verðleika.

Framtíðarhópur Samfylkingarinnar boðar til opins morgunverðarfundar í Iðnó laugardaginn 4. september kl. 11-13. Frummælendur verða þrír: Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur og mun erindi hennar bera yfirskriftina Strákhvolpar og slæðukonur - eru allir jafnir í pólitík?, Gunnar Hersveinn blaðamaður og heimspekingur í ReykjavíkurAkademíunni sem talar um Jing og jang kynjanna - samruna sjónarmiða og Valgerður Bjarnadóttir viðskiptafræðingur sem flytur framsögu með heitinu Sókn er besta vörnin. Undanfarna mánuði hefur umræða um jafnréttismál ítrekað gosið upp að gefnum tilefnum. Ljóst þykir að bakslag hafi orðið og nú er rætt hvernig bregðast skuli við. Framtíðarsýn margra er að Ísland verði réttnefnt verðleikasamfélag og jafnt fyrir bæði kyn, en til að svo megi verða þarf að bregðast við bakslaginu. Nú boðar Framtíðarhópur Samfylkingarinnar til fundar um stöðu jafnréttismála og verðleikasamfélagið undir yfirskriftinni: Bakka í vörn eða sækja fram? Opinn fundur um konur, karla og verðleika. Fundarstjóri verður Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir kaupsýslukona. Fundurinn er opinn öllum, konum og körlum. Morgunverður kostar kr. 1200.

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?