Feministinn

feministinn.blogspot.com

apríl 27, 2004

1. maí Upp með bleiku bolina!
Mætum öll í kröfugönguna og málum bæinn bleikan!

-------------------------------------------------------------

Fundur Femínistafélagsins að lokinni kröfugöngu 1. maí 2004 verður haldinn á Kaffi Reykjavík kl. 15.00.

Ávörp flytja:
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Þórhildur Þorleifsdóttir og
Þorgerður Einarsdóttir

Skemmtiatriði, kaffi og meðlæti verður á boðstólum.

Hér eru myndir og frásagnir frá fyrsta maí Femínistafélagsins í fyrra:
http://www.feministinn.is/fyrstimai

Femínistabolir fást í ONI búðinni hjá Bryndís Ísfold á Laugavegi 17 í bakhúsi gegnt Mál og menningu, opnunartímar búðarinnar eru frá 12 -18 virka daga og frá 12 -16 á laugardögum.

apríl 19, 2004

Karlmenn segja NEI við nauðgunum

Fréttatilkynning frá Karlahópi Femínistafélags Íslands:

Vikuna 19. til 23. apríl stendur Karlahópur Femínistafélags Íslands fyrir átakinu Karlmenn segja NEI við nauðgunum í samstarfi við Öryggisráð félagsins. Þetta er framhald átaksins Nauðgar vinur þinn? sem hópurinn stóð fyrir um síðustu Verslunarmannahelgi.
Líkt og í fyrra skiptið beinum við skilaboðum okkar til karlmanna.

Átakinu verður formlega hleypt af stokkunum á blaðamannafundi mánudaginn 19. apríl. Á fundinum verða fulltrúar Karlahópsins og Öryggisráðsins ásamt Þórólfi Árnasyni borgarstjóra, Hildi Jónsdóttur jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar og Hildi Björg Hafstein verkefnisstjóra Lýðheilsustöðvar. Fundurinn verður á skrifstofu borgarstjóra í Ráðhúsinu og hefst hann kl. 13.45.

Það eru Hvíta Húsið auglýsingastofa, Lýðheilsustöð og Reykjavíkurborg sem styrkja átakið.

Með þessu átaki viljum við í Karlahópi Femínistafélags Íslands fá karla til að staldra við og velta fyrir sér hvað þeir geti gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Við teljum nauðsynlegt að karlar sýni samábyrgð í verki og taki afgerandi afstöðu gegn nauðgunum.

Með samstilltu átaki geta karlar lyft grettistaki.

Föstudaginn 23. apríl verðum við fyrir utan verslanir ÁTVR og þar munum við ræða við karla um nauðganir og reyna að virkja krafta þeirra í baráttunni gegn ofbeldi á konum. Einnig munum við dreifa barmmerkjum með merki átaksins og bæklingum með upplýsingum um nauðganir.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Arnari Gíslasyni (elvis@hi.is, s. 691-9126) og Hjálmari Sigmarssyni (hjalmas@hi.is, s. 694-4799)

Á L Y K T U N

Femínistafélag Íslands harmar þá aðför sem dómsmálaráðherra hefur gert að jafnréttisstarfi í landinu með viðbrögðum sínum við áliti kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar hæstaréttardómara.

Jafnréttislög voru sett til að tryggja að þegnar landsins hefðu úrræði þegar brotið væri á þeim á grundvelli kynferðis og til að vinna bug á kerfisbundinni mismunun. Í áliti kærunefndar var komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði í áðurnefndu máli brotið á kæranda á grundvelli kynferðis og að kærandi hefði verið hæfari en sá sem ráðinn var í öllum atriðum.

Með viðbrögðum sínum við áliti kærunefndar hefur dómsmálaráðherra gefið þau skilaboð að ekki sé mikilvægt að fylgja landslögum, nánar tiltekið jafnréttislögum. Það er áfall bæði fyrir lýðræði, réttarkerfi og jafnréttismál í landinu.

Íslensk stjórnvöld hafa staðfest mannréttindasáttmála Evrópu og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gegn konum. Alþjóðadómstólar hafa á grundvelli þessara sáttmála viðurkennt sértækar aðgerðir sem löglegt tæki til að vinna að jafnrétti kynjanna. Í 2. gr.Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gegn konum er kveðið á um að aðildarríkin geri allar "viðeigandi ráðstafanir, þ.á.m. meðlagasetningu, til þess að breyta eða afnema gildandi lög, reglugerðir,venjur og starfshætti sem fela í sér mismunun gagnvart konum". Með því er viðurkennt að aðgerðarleysi sé ekki kynhlutlaust og að það vinni beinlínis gegn jafnrétti kynjanna. Víðtækar rannsóknir á sviði kynjafræða og jafnréttismála hafa sýnt að jafnrétti kynjanna mun ekki nást með aðgerðaleysi.

Femínistafélagið skorar á ráðamenn að sýna yfirlýstan vilja sinn um framgang jafnréttis í verki en til að svo megi verða er nauðsynlegt að forystumenn í íslenskum stjórnmálum afli sér þekkingar á sviði jafnréttismála.

Nánari upplýsingar gefur Rósa Erlingsdóttir, sími 694 6898.

apríl 12, 2004

STAÐA JAFNRÉTTISMÁLA Í HÍ VARÐAR ÞIG!

Sjá nánari upplýsingar um jafnréttismál í Hí á vefsíðu http://www2.hi.is/page/jafnrettismal
Hádegismálþing jafnréttisnefndar Háskólans
16. apríl 2004 kl. 12:00 - 13:00
Odda, stofu 101

Markmið málþingsins er að vekja upp umræður um jafnréttismál við H.Í. í fortíð, nútíð og framtíð og kynna nýútkomna skýrslu
jafnréttisnefndar um stöðu og þróun jafnréttismála við H.Í. 1997 -2002. Einnig mun starfandi jafnréttisfulltrúi fjalla um yfirstandandi verkefni jafnréttisnefndar. Að lokum verður efnt til pallborðsumræðna. Í pallborði verða Páll Skúlason rektor, Rósa Erlingsdóttir jafnréttisfulltrúi og Baldur Þórhallsson formaður jafnréttisnefndar.
Málþingsstjóri verður Sigríður Þorgeirsdóttir.

Starfsfólk í deildum, stofnunum og öðrum starfseiningum Háskólans er boðið velkomið á málþingið. Í pallborðsumræðunum verður hægt að varpa fram spurningum til rektors, formanns jafnréttisnefndar og jafnréttisfulltrúa um framtíð og stefnu Háskólans í jafnréttismálum.

Þeir sem vilja kynna sér skýrsluna nánar geta nálgast hana á heimasíðu jafnréttisnefndar. http://www2.hi.is/page/jafnrettismal Nánari upplýsingar um málþingið fylgja í viðhengi.

apríl 06, 2004

HITTIÐ 6. apríl
Heilir og sælir feministar.

Á þriðjudagskvöldið 6. apríll kl. 20.00 verður haldið "HITT" á Sólon í Bankastræti, 2. hæð. Að þessu sinni verður umræuefnið Feministafélagið sjálft, starfið, áherslunar og reynslan.

Ráðið hefur ákveðið að halda aðalfund að kvöldi 19. maí (kvöldið fyrir Uppstigningardag, takið það frá strax) og jafnframt að halda þá upp á eins árs afmælið. Okkur finnst því tilvalið að líta yfir farinn veg áður en kemur að aðalfundi og ræða saman það sem við höfum verið að gera eða ekki gera.

Hver erum við og hvað viljum við? Höfum við verið nægilega sýnileg?
Hvernig gengur okkur að bregðast við því sem hefur verið að gerast?
Hvernig hafa hóparnir gengið?
Hver er reynslan af ráðinu?
Þarf að breyta skipulaginu?
Hvernig eigum við að komast að niðurstöðu um afstöðu okkar í ýmsum málum (sbr. deildar meiningar á póstlistanum t.d. um vændi og leiðir til að stemma stigu við því)? Á hvað viljum við leggja mesta áherslu?
Og fleira og fleira.
Opin og hressileg umræða. Katrín Anna Guðmundsdóttir, Salvör Gissurardóttir og Arnar Gíslason (óstaðfest) munu reifa málin og síðan verður orðið laust.
Mætum öll.

Með kveðju frá ráðskonum,
Kristín Ástgeirsdóttir.

apríl 01, 2004

Femkamp í Osló og Stokkhólmi

Það var málþing um Femkamp í Stokkhólmi nýlega og þar talaði Þorgerður Einarsdóttir um femínisma á Íslandi. Í gær var Femkamp málþing norrænna femínista í Osló. Ólafía Svansdóttir talaði þar fyrir hönd íslenskra femínista en hún ritstýrði íslenska kaflanum í bókinni Femkamp.

Hér er dagskráin fyrir fundinn sem var í Osló:
FEMINISTISKE UTFORDRINGER OG STRATEGIER I NORDEN
ONSDAG 31. MARS kl. 19.00 på Blå

Skribentene i Femkamp tar pulsen på de nordiske
landene på begynnelsen av 2000-tallet:
- Hvorfor har svenske Arla Foods en annonse med nakne
jenter, som bare vises i Danmark?
- Hvorfor tar det nesten to år med økende trafficking
og prostitusjon før finske politikere reagerer på
alvor?
- Hvorfor er skjønnhetskonkurranser så viktig for
islendinger?
- Hvordan kunne kommunalstreiken i Sverige møtes med
en slik stillhet?
- Og hvorfor er det sånn at rike kvinner i Norge
tjener minst av alle nordiske kvinner i forhold til
mannen i landet?

Hvem:
Ulrika Westerlund, hovedredaktør for Femkamp og
redaktør
av det svenske tidsskriftet bang.
Julie Breinegaard, journalist og antropolog med kjønn
som
spesialområdet fra Danmark.
Veslemøy Lode, journalist og norsk redaktør for
Femkamp.
Anna Mäkelä, medieforsker og kvinneaktivist som var
med på å grunnlegge tidsskriftet Tulva i Finland.
Ólafía Svansdóttir,medlem av Femínistafélag Íslands og
redaktør for det islandske kapitlet i Femkamp.

Ordstyrer: Marte Michelet, journalist.

Spiller opp:
Hanne Hukkelberg
DJ Malin Johansen utover kvelden.

50 kroner i cover!

Møde i Islands Feministforening
Islandsk Kulturhus, Østervoldgade 12
Torsdag den 1. april kl. 20:00.


Det er tredje gang afdelingen i København mødes og vi har fornøjelsen at kunne præsentere bogen Femkamp som udkom for nylig. Femkamp er en antologi om feminisme i Norden i dag, skrevet af bidragsydere fra Danmark, Finland, Island, Norge og Sverige. På mødet vil vi se nærmere på ligestillingsdebatten i Island, Danmark og Sverige.

Program:
Antropologen og Femkamps danske redaktør, Lisa Ahlgren,
fortæller om baggrunden for bogen og sammenligner ligestillingsdebatten i Danmark og Sverige. Lisa er svenskfødt og bosat i Danmark.

Journalisten og instruktøren Katrina Schelin:
Nu med glimt i øjet – Kvindeligt Selskab vs. Arla Foods.

Antropologen og journalisten Gerd Elmark:
”Det er sgu svanset!” Om drengerøve og profeminister i den danske kønsdebat.

Den islandske medredaktør og oversætter Guðrún Gísladóttir fortæller om de islandske bidrag og reflekterer over sin erfaring af ligestillingsdebatten i de fire nordiske lande hun har boet i; Island, Færøerne, Danmark og Sverige.

Fri entré

Der bliver solgt forfriskninger til en rimelig pris.

Fundur Femínistafélags Ísland
í Jónshúsi, Østervoldgade 12
fimmtudaginn 1. apríl kl. 20.00.


Á þessum þriðja fundi okkar tökum við fyrir bókina Femkamp sem kom út fyrir skemmstu. Bókin Femkamp fjallar um femínisma á Norðurlöndunum og inniheldur fjölmargar greinar frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Á fundinum tökum við púlsinn á jafnréttisumræðunni á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð.

Dagskrá:

Lisa Ahlgren, mannfræðingur og ritstjóri danska hlutans,
fjallar um bókina og tilgang hennar. Þá ber hún saman jafnréttisumræðuna í Danmörku og Svíþjóð, en Lisa er sænsk og býr nú í Danmörku.

Katrina Schelin, blaðakona og leikstjóri:
Nu med glimt i øjet ? Kvindeligt Selskab vs. Arla Foods.

Gerd Elmark, mannfræðingur og blaðakona:
?Det er sgu svanset!? - Om drengerøve og profeminister i den danske kønsdebat.

Guðrún Gísladóttir, þýðandi og meðritstjóri
fjallar um íslenska hlutann og segir frá reynslu sinni af jafnréttismálum á Íslandi, Færeyjum, Danmörku og Svíþjóð. Guðrún hefur búið í þessum löndum.

Ókeypis aðgangur

Veitingar verða seldar á viðráðanlegu verði.

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?