Feministinn

feministinn.blogspot.com

febrúar 12, 2004

HARUM SCARUM heiðrar skerið
Bandaríska kvennapönkhljómsveitin HARUM SCARUM mun heiðra skerið með nærveru sinni dagana 13-14 febrúar næstkomandi og verða haldnir tvennir tónleikar með þeim. Þeir fyrri verða í TÞM* þann 13 febrúar og verða fyrir alla aldurshópa meðan þeir seinni eru laugardaginn 14 febrúar á Grand Rokk þar sem aldurstakmark er 20 ár.

Föstudaginn 13. Febrúar í TÞM*
Harum Scarum
Dys
Innvortis
Hryðjuverk
Heiða og Heiðingjarnir

-Hefst kl. 19:30. 1000 kr aðgangseyrir
ALLIR ALDURSHÓPAR

Laugardaginn 14.febrúar á Grand Rokk
Harum Scarum
Kimono
Hölt Hóra
Brúðarbandið
Hryðjuverk

- Hefst kl. 22:00
Aðgangseyrir 1000 kr.
Aldurstakmark 20 ára



Smá upplýsingar um Harum Scarum:
Harum Scarum var stofnuð 1997 í Portland borg í Bandaríkjunum af fjórum stúlkum og hófu þær strax að spila pönk sitt af miklum móð um gjörvalla Ameríku. Eftir eitt demó og eina smáskífu gáfu þær árið 1999 út sína fyrstu plötu í fullri lengd sem hlaut nafnið “mental health”. Stuttu seinna hætti aðalsöngkona hljómsveitarinnar og þær þrjár sem eftir stóðu ákváðu að halda áfram sem tríó og notuðu tækifærið til að fínpússa tónlist sína og bæta aukinni vídd með því að
taka allar að sér söngstarfið.

Árið 2001 kom svo út önnur plata þeirra sem bar titilinn “suppose we try” og hefur hún hlotið einróma hylli meðal neðanjarðar pönkspekúlanta víðsvegar um heim.

Þær hafa túrað óspart síðan hljómsveitin var stofnuð og þessir tónleikar hér á Íslandi eru hluti af þriðja tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu en auk þess hafa þær túrað fjölmörgum sinnum um Bandaríkin og hafa spilað mikið með hljómsveitum á borð við Subhumans, Citizen Fish, Tragedy og mörgum mörgum fleirum.

Bandið samanstendur í dag af:
Toni Gogin sem spilar á gítar og syngur. Hún hefur áður verið í hljómsveitum á
borð við: Sleater Kinney, The Fondled og The Riffs.
Dyanne Sekeres sem spilar á bassa og syngur. Hún hefur áður verið í
hljómsveitunum Yankee Wuss, Whatsherface og Bombs Away.
Shari Menard sem spilar á trommur og syngur. Hún var áður í hljómsveitunum
Cypher In The Snow og The Third Sex.

Tónlist þeirra er melódískt en reitt og rífandi hc pönk og þær eru óhræddar við tilraunastarfsemi og frumleika. Þær eru hápólitískar og syngja óspart um stöðu kvenna í þjóðfélaginu, stríð, stöðu samkynhneigðra og svo framvegis.

Um þessar mundir er að koma út þriðja breiðskífa þeirra sem ber titilinn "the last light" en sú plata er pródúseruð af Matt Bayles sem m.a. hefur unnið með Tragedy og Pretty Girls Make Graves og var viðriðinn upptökur á fyrstu plötum Soundgarden og fleiri Seattle hljómsveita frá fyrri hluta 10. áratugarins. Platan kemur út á neðanjarðar pönkkompaníinu Partners In Crime sem trommarinn Shari á og rekur ásamt fleirum.

Hljómsveitin er ekki með heimasíðu en nánari upplýsingar um tónleikana auk
hljóðdæma í mp3 formi er að finna á síðunni http://www.dordingull.com/tonleikar


*TÞM stendur fyrir Tónlistarþróunarmiðstöðin. Hana er að finna að Hólmaslóð 2,
útá Granda. (leið 2 með Strætó). Nánari upplýsingar um starfsemi miðstöðvarinnar
er að finna á heimasíðu þeirra: http://www.dordingull.com/tonleikar



www.helviti.com/punknurse

Málþing um kynbundinn launamun


Reykjavík, 11. febrúar 2004
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir málþingi í Norræna húsinu laugardaginn 14. febrúar kl. 13-16. Þar verður fjallað um launamun kynjanna frá mismunandi sjónarhóli en yfirskrifin er ?Lækkar ástin laun kvenna??.

Málþingið hefst með ávarpi Bryndísar Hlöðversdóttur alþingiskonu en þar á eftir tekur til máls Bjarni Ármannsson bankastjóri Íslandsbanka sem fjallar um áhrif fjölskylduábyrgðar á launaákvarðanir. Sigrún Viktorsdóttir starfsmannastjóri V.R. talar um áhrif fjölskylduábyrgðar launþega á launaákvarðanir vinnuveitenda. Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu talar um samhengi milli hjúskaparstöðu og launabreytingar hjá kynjunum. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur fjallar um aðferðir til að hækka laun kvenna. Efnt verður til umræðna að loknum erindunum. Fundarstjóri er Kristján Kristjánsson, umsjónarmaður Kastljóss.

Leikaðstaða fyrir börn og barnagæsla í boði fyrir börn í fylgd málþingsgesta.


Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, í síma: 897-7381. Fyrirspurnum má einnig beina á netfangið krfi@krfi.is.

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?