Feministinn

feministinn.blogspot.com

nóvember 13, 2003

Málþing laganema og stjórnmálafræðinema um vændisfrumvarpið

ELSA, félag evrópskra laganema og Politica, félag stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands,efna til málþings í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 14. nóvember milli kl. 15.00 - 17.00. Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi. Málþingið er opið öllum.

Umræðuefnið er vændisfrumvarpið svonefnda sem nú liggur fyrir á Alþingi og felur í sér að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð. Málið verður skoðað út frá lagalegu og pólítísku sjónarhorni og meðal annars verður fjallað um eftirtalin álitaefni:
1. Virkar sænska módelið?
2. Geta refsingar breytt afstöðu þegnanna?
3. Að hve miklu leyti eiga lögin að endurspegla ríkjandi siðferðismat?

Fyrirlesarar:
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna
Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands
Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi
dómsmálaráðherra
Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

nóvember 05, 2003

Miss Kiss
Póstað var á femínistapóstlistann áðan og femínistar hvattir til að skoða myndir frá miss Kiss samkeppninni sem er einhvers konar íslensk fegurðarsamkeppni. Hér er verið að velja andlit Kea skyrs og colgate bros ársins.

Hér er vísað í eina mynd:

Auglýsing fyrir þessa keppni hljóðar svo:
Komdu á Felix og fylgstu með skemmtilegustu módelkeppni ársins og hlustaðu á kissfm 895 alla vikuna því Þór Bæring mun fá stelpurnar í viðtöl til að grennslast aðeins meira um þær. Model.is, Colgate, Kea Skyr og Kiss FM 895

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?