Feministinn

feministinn.blogspot.com

mars 28, 2003

Myndir frá undirbúningsfundum
Undirbúningshópur hefur nú hist tvisvar sinnum.
Hérna eru nokkrar myndir frá fundum undirbúningshópsins.

FUNDARBOÐ

Framhaldsstofnfundur Femínistafélags Íslands verður
haldinn í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, 1. apríl nk. kl. 20.00.

Dagskrá fundarins

Skemmtiatriði og hvatningarávörp.

1. Fundur settur.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Kosning í ráð.
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Lög og stefna Femínistafélags Íslands lögð fram til samþykktar.
6. Tillaga um starfsáætlun næsta starfsárs lögð fram til samþykktar.
7. Önnur mál.
8. Fundarslit.

Kveðja,
Undirbúningshópur

mars 27, 2003

Fundur með stjórnmálaflokkum í byrjun apríl 2003

Kristín Ástgeirsdóttir skrifaði á póstlistann:

Ágætu feministar.

Er það ekki ljóst að við þurfum að skipuleggja góða, djúpa og víða ráðstefnu um klám og kynlífsvæðinguna þar sem farið verður yfir sviðið. Verkefni fyrir væntanlegan hóp innan Feministafélagsins. En - gott fólk. Það eru að koma kosningar. Þá gefst gott tækifæri til að reifa og ræða ýmis mál við þá sem eiga eftir að ráða för í landsmálum og lagasetningu næstu árin. Hver eru þau mál sem við viljum ræða. Ég hef það verkefni ásamt Sigríði Lillý Baldursdóttur að skipuleggja fund Feministafélagsins (það mátti ekki bíða framhaldsstofnfundar vegna knapps tíma) með stjórnmálaflokkunum í byrjun apríl og nú vil ég gjarnan heyra frá ykkur hvað þið viljið ræða, því við höfum í huga að byggja fundinn upp á fáum en mikilvægum málefnum. Svona til að fara yfir sviðið vil ég geta þess að UNIFEM hefur skipt verkefnum sínum með konum heimsins niður í þrjú meginsvið. Það fyrsta er: Konur og stjórnkerfið (Women and Governance) sem felur í sér þátttöku kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins, konur í forystu, fulltrúahlutverkin, leiðtogar í atvinnulífi og kjarabaráttu, lagasetning, mikilvægi frjálsra félagasamtaka o.s.frv. Hvernig stöndum við á þessum sviðum? Annað efnið er konur og ofbeldi en það felur í sér heimilisofbeldi, nauðganir, hvers kyns kynferðisofbeldi, klám, vændi og mansal. Hvað höfum við að segja um þau mál? Þriðja sviðið er svo möguleikar kvenna til að sjá sér farborða (Economic Opportunities for Women) sem þýðir laun, störf, atvinnuleysi, atvinnustefna, frumkvöðlastarf, opinber stuðningur, lánamöguleikar, fátækt, aðbúnaður fjölskyldna, menntun, endurmenntun og hvers kyns starfsþjálfun, einstæðar mæður og allt sem undir þetta getur fallið. Er eitthvað annað sem á okkur/ykkur brennur? Hugsið málið og látið frá ykkur heyra.

Kveðja,
Kristín Ástgeirsdóttir.

Framhaldsstofnfundur 1. apríl 2003
Framhaldsstofnfundur verður haldinn næstkomandi þriðjudagskvöld, 1. apríl, í Hlaðvarpanum. Dagskrá verður auglýst síðar. Starfsáætlun er í mótun og hugmyndir af póstlistanum vel þegnar. Í stuttu máli er verið að miða starfið við öfluga hópa. Hver hópur sinnir ákveðnu málefni.

Hugmyndir um hópa eru:

* Klám/vændi/mansal
* Auglýsingar/staðalímyndir
* Stjórnmál
* Útgáfumál
* Fræðsla/fjölmiðlar
* Launahópur
* Nýbúar/öryrkjar
* Menning
* Menntamál
* Karlar og jafnrétti

Vinsamlega sendið tillögur og hugmyndir á netfang félagsins femfelag@vera.is
Endilega takið þriðjudagskvöldið frá og fjölmennum í Hlaðvarpann!

Kær kveðja
Undirbúningsnefnd

Framhaldsstofnfundur 1. apríl 2003
Framhaldsstofnfundur verður haldinn næstkomandi þriðjudagskvöld, 1. apríl, í Hlaðvarpanum. Dagskrá verður auglýst síðar. Starfsáætlun er í mótun og hugmyndir af póstlistanum vel þegnar. Í stuttu máli er verið að miða starfið við öfluga hópa. Hver hópur sinnir ákveðnu málefni.

Hugmyndir um hópa eru:

* Klám/vændi/mansal
* Auglýsingar/staðalímyndir
* Stjórnmál
* Útgáfumál
* Fræðsla/fjölmiðlar
* Launahópur
* Nýbúar/öryrkjar
* Menning
* Menntamál
* Karlar og jafnrétti

Vinsamlega sendið tillögur og hugmyndir á netfang félagsins femfelag@vera.is
Endilega takið þriðjudagskvöldið frá og fjölmennum í Hlaðvarpann!

Kær kveðja
Undirbúningsnefnd

mars 25, 2003

Norrænar slóðir
NIKK Norræna kvennafræðistofnunin
Kampdager.no - vefur um kvennahreyfinguna í Noregi um 1970

Undirbúningsnefnd að störfum

Ljósmynd frá fundi undirbúningsnefndar síðastliðinn föstudag. Irma, Þorgerður, Elíasbet, Gyða, Gunnhildur og Auður.

Til félaga í Femínistafélagi Íslands
(og verðandi félaga)


Bréf frá Elísabetu Þorgeirsdóttur inn á femínistapóstlistann

Við vorum mörg í Miðbæjarskólanum 14. mars og upplifðum það sem sögulega stund að við vorum að stofna Femínistafélag Íslands. Framundan er framhaldsstofnfundur og við höfum eflaust mörg velt fyrir okkur hvernig við viljum að félagið starfi og til hvers það á að vera. Eins og þið vitið var orkan á póstlistanum í upphafi hvatinn að því að ráðist var í að stofna félagið en nú er komið að eftirleiknum... Hvernig ætlum við að gera þetta? Virkja sem flesta. Hafa áhrif út í samfélagið. Skipuleggja okkur?

Oft er gott að vita hvernig aðrir hafa leyst málin. Ég var að skoða heimasíðu Feminist Majority Foundation í Bandaríkjunum sem tók nýlega upp samstarf við femíníska tímaritið Ms sem við á VERU (www.vera.is) höfum oft litið á sem fyrirmynd okkar. Hvet ykkur til að kíkja á heimasíðurnar www.feminist.org og www.msmagazine.com.

Í drögum að skipulagi Femínistafélagsins er rætt um að sex manna ráð fari með stjórn og geti skipað nefndir. Einnig hefur komið fram hugmynd um að myndaðir verði hópar eftir áhugasviðum, aðgeðrðahópar eins og Gyða kallaði þá í ræðu sinni á stofnfundinum. Mér finnst það fín leið til að virkja þau sem áhuga hafa á að leggja eitthvað af mörkum, í styttri eða lengri tíma, því svona hópar geta sprottið í kringum eitthvað átak - það sem brýnast þykir hverju sinni.

Ég tel að gott væri fyrir undirbúningshópinn að fá umræðu um þetta hér á póstlistanum.

kveðja

Elísabet Þorgeirsdóttir

Kvenímynd í fjölmiðlum og auglýsingum
Mikil umræða er nú á femínistapóstlistanum um klámvæðingu og hvernig kvenímynd er notuð í auglýsingum m.a. auglýsingum um ferðalög til Íslands í fjölmiðlum og á skiltum í neðanjarðarlestum og plakötum á opinberum stöðum. Þann 23. mars til 4. apríl stendur yfir í Kaupmannahöfn og Málmey sýning 102 norrænna listakvenna á skiltum í lestum, brautarstöðum og bílastæðum þar sem þær tjá á persónulegan og listrænan hátt sýn sína á kvenímyndina í hinu opinbera rými - eins og það rímar við kvenímynd í auglýsingum og sem markaðsvöru. Verk listakvennanna má sjá á vefsíðunni women2003.dk

mars 19, 2003

Undirbúningur fyrir Femínistafélag Íslands
Þetta blogg er fyrst um sinn fyrir undirbúningsnefnd fyrir Femínistafélag Íslands.
Netfang undirbúningsnefndar og póstlista er femfelag@vera.is
Seinna meir verður vefur félagsins á www.feministinn.is
Hvað er femínismi? Þorgerður Einarsdóttir svaraði því á Vísindavefnum.
Fjallað var um femínisma í 1. tölublaði Veru 2002.
Fordómar gegn femínisma - Erindi Elísabetar Þorgeirsdóttur
Femínískar raddir - Kistan.is
Karlréttindafélag Íslands stofnað - Þröstur Freyr Gylfason (kistan.is)
Konur og stríð - Sigrún Björnsdóttir (kistan.is)
Popp eða Pornó - Þórdís Backman (kistan.is)
Femínistafélag Íslands stofnað 14. mars 2003 - Soffía Auður (kistan.is)
Konur, lýðræði og umhverfismál - Sigríður Þorgeirsdóttir (kistan.is)
Svona gera menn ekki - Þórdís Bachman (kistan.is)


Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?