Feministinn

feministinn.blogspot.com

febrúar 10, 2006

FebrúarHitt - hvar stöndum við - hvert stefnum við?

Febrúarhitt Femínistafélagsins var haldið í gær á Kaffi Rosenberg og tókst ljómandi vel. Að vísu hefði verið gaman ef fleiri hefðu mætt því fyrirlesarar voru úrvalslið femínista, konur sem hafa yfir að búa bæði yfirgripsmikilli þekkingu og framtíðarsýn varðandi stöðu mála.
Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands og ein af ljósmæðrum Femínistafélagsins hóf fundinn. Í erindi hennar skoðaði hún svör við spurningunum: Hvar stöndum við? og Hvert stefnum við? Þorgerður lagði áherslu á mikilvægi þess að kvennahreyfingin skilgreindi sjálf þá mælikvarða sem notaðir eru til að mæla jafnrétti. Ísland mælist vel sett í jafnréttismálum þegar borin eru saman velferðarkerfi víðs vegar að úr heiminum ? en hvað gerist ef staðan er mæld í samanburði við stöðu kvenna á Norðurlöndum, eða jafnvel við stöðu karlmanna?

Þorgerður fór einnig yfir áhrif nýfrjálshyggju, aukinnar bókstafstrúar (í öllum trúarbrögðum) og hernaðar á jafnrétti auk þess að tala um markaðsvæðinguna og hvernig hún hefur leitt til aukinnar fátæktar og breikkað bilið á milli ríkra og fátækra.
Í lok fyrirlestursins fór Þorgerður yfir BA ritgerð Auðar Magndísar Leiknisdóttur en Auður greindi niðurstöður rannsóknar um viðhorf til jafnréttismála. Í ljós kom að viðhorf atvinnurekenda eru neikvæðari heldur en launþega, viðhorf karla neikvæðari en kvenna og viðhorf aldurshópsins 18 ? 30 ára eru neikvæðari heldur en þeirra sem eru 30 -47 ára. Niðurstöðurnar hrekja því ýmsar mýtur sem oft er haldið á lofti varðandi stöðu og viðhorf til jafnréttis.

Þorgerður endaði á jákvæðu nótunum og benti á að ýmislegt hefði áunnist. Til dæmis búum við yfir mun meiri þekkingu nú en áður, viðurkenning hefur orðið á málaflokknum á vissum sviðum, aukin meðvitund er um jafnréttismál og síðast en ekki síst góð samvinna kvennahreyfingarinnar.

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir kynnti áhugaverða kenningu sem hún hefur verið að þróa í félagi við annan. Kenningin byggir á kenningum heimspekingsins Bourdieu um hið karllæga vald og hvernig það finnur sér ávallt farveg í því sem ekki er kvenlegt. Kenningin sem Guðrún kynnti gengur út á hvaða aðgerða við getum gripið til til þess að hrekja kenningar Bourdieu og þar með færa völdin jafnt á hendur kvenna sem karla. Í stuttu máli felur kenningin í sér von um að hægt sé að ná jafnrétti með markvissum aðgerðum!

Elísabet Ronaldsdóttir fór yfir stöðu jafnréttismála á heimilinu og hversu mikilvægt það er að lagfæra stöðuna þar til að kynin geti staðið á jafnréttisgrundvelli. Hún fjallaði um kynjakerfið og menntun fagstétta ? sérstaklega skort á þekkingu á jafnréttismálum hjá fagstéttum sem vinna með fólki. Nefndi hún sem dæmi fjölskylduráðgjafa sem ráðleggja fólki að fá sér konu í heimilishjálp til að leysa vandamál varðandi ójafna verkaskiptingu á heimilum og að ástæða væri til að hræðast svona ráðgjöf. Elísabet hnykkti einnig á því að þann árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum eigum við að þakka þeim sem þora að standa í baráttunni ? og að því sem ekki hefur náðst fram að ganga eigum við þeim að þakka sem ekki vilja!
Á eftir erindunum voru fjörugar og áhugaverðar umræður þar sem efni fyrirlestrana voru rædd ítarlega auk þess sem ýmis önnur mál sem brunnu fundargestum á hjarta varðandi stöðuna litu dagsins ljós.

**********************************

Þegar er byrjað að undirbúa Hittið þann 7. mars en við stefnum að því að ræða launamál á því Hitti.

maí 11, 2005

Afmælisárið málþing og þingvallafundur

Ágætu feministar.

Undanfarna mánuði hefur nefnd verið að störfum við undirbúning sameiginlegra viðburða á afmælisárinu 2005. Í nefndinni sitja fulltrúar allra helstu kvennasamtaka landsins sem og fulltrúar Stígamóta, Kvennaathvarfsins og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við H.Í. Vegna fyrirspurnar sem ég fékk í gær langar mig til þess að upplýsa ykkur aðeins um það sem framundan er.Næsta föstudag 20. maí verður málþing í hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Það hefst kl. 13.00 og er öllum opið sem komast frá vinnu. Laugardaginn 11. júní verður kvennahlaup ÍSÍ. Það verður þennan dag vegna þess að annars hefði það lent á milli 17. júní og 19. júní sem er verður löng helgi. Vikuna þarna á mlli (þ.e. milli 11. og 19.) gefst því tækifæri til ýmis konar aðgerða ef áhugi er á. Svo rennur dagurinn mikli upp, sunnudagurinn 19. júní þegar 90 ár verða liðin frá því að konungur undirritaði lögin sem veittu konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Þá verður skundað á Þingvöll og haldinn hátíðar- og baráttufundur, kvennamessa, athöfn við Drekkingarhyl o.fl. Dagskráin er að mótast en útkoman veltur auðvitað mjög á þátttöku sem og veðrinu. Verðum við ekki að reikna með því að hún Guð sé okkar megin í baráttunni? Takið þennan dag frá og látið fólk vita í kringum ykkur.Með baráttukveðjum,Kristín Ástgeirsdóttir.

janúar 04, 2005

Karlmennska og jafnréttisuppeldi

Út er komin bókin Karlmennska og jafnréttisuppeldi eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson prófessor við Háskólann á Akureyri. Í bókinni skoðar Ingólfur stöðu drengja í skólum en undanfarin misseri hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg að drengir eigi þar undir högg að sækja. Ingólfur ræðir um goðsagnir og veruleika sem endurspeglast sitt á hvað í þessum umræðum. Ingólfur nýtir fræðilegar kenningar og fjölmargar rannsóknir, innlendar og erlendar, m.a. eigin viðtalsrannsókn við íslenskar grunnskólakennslukonur, til þess að leggja fram raunhæfar tillögur um jafnréttisuppeldi drengja. Bók Ingólfs er tímabært innlegg í íslenska skólamálaumræðu, ekki síst með tilliti til niðurstöðu Pisa-rannsóknarinnar sem nýlega var kynnt í fjölmiðlum. Ingólfur telur að slakan námsárangur drengja megi ekki síst rekja til áhrifa hefðbundinna og skaðlegra karlmennskuímynda á drengi. Útgefandi er Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands en dreifingu annast Háskólaútgáfan. Karlmennska og jafnréttisuppeldi fæst í bókabúðum.

október 27, 2004

Misréttið jarðað

Arnarhóll 28. október kl. 17:00
Mótmælastaða á Arnarhóli á kl. 17:00 þar sem á að "jarða ójafnrétti gegn konum".Tilefnið er nýlegur dómur Hæstaréttar Reykjaness. Fimmtán félagasamtök og aðilar standa að þessum viðburði og er Femínistafélagið eitt þeirra.
"....en í þessu tilviki leggur ákærður hendur á kæranda í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kæramdi kunni að hafa valdið því." Lesið dóminn í heild hérna

Undirrituð samtök og aðilar boða til táknrænnar athafnar á Arnarhóli, fimmtudaginn 28. október klukkan fimm. Þar verður gerð tilraun til að jarða það misrétti sem konur hafa í gegnum tíðina orðið fyrir af hálfu réttarkerfisins hérlendis svo horfa megi til betri tíma og réttlætis til handa konum. Tilefnið er nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjaness þar sem refsingu var frestað þar sem konan átti að hafa kallað ofbeldi yfir sig. Þessi dómur er því miður ekki eina dæmi um skilningsleysi og misrétti réttarkerfisins gagnvart konum.

Skorað er á íslensk stjórnvöld að fara að tilmælum eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna með efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum að koma á sérstakri lagasetningu og herða aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum hér á landi. Við hvetjum fólk til að mæta og sýna hug sinn til réttlætisins.

Femínistafélag Íslands
Kvenfélagasamband Íslands
Samtök um kvennaathvarf
Stígamót
Tímaritið Vera
Kvennakirkjan
Kvenréttindafélag Íslands
Kvennaráðgjöfin
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar
Unifem á Íslandi
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Vefritið Tíkin.is
V-dagssamtökin
Bríet ? félag ungra femínista
Amnesty International á Íslandi

Íþróttir og jafnrétti kynjanna - Fundur með handhöfum bleiku steinanna

Morgunverðarfundur 29. október

Föstudagsmorgun kl. 8.15 verður haldinn morgunverðarfundur með handhöfum bleiku steinanna. Yfirskrift fundarins er: ÍÞróttir og jafnrétti kynjannaog verður hann á Hótel Sögu 2. hæð.

Gestir fundarins verða:
Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands
Samúel Örn Erlingsson, yfirmaður íþróttadeildar RÚV
Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennalandliðsins í knattspyrnu
Ingólfur Guðmundsson frá Landsbanka Íslands

Við munum ræða um stefnuna í jafnréttismálum kynjanna innan íþróttahreyfingarinnar, hvað er verið að gera í þeim málum, það misvægi sem nú er að finna innan íþrótta, inntak íþróttafrétta o.s.frv. Þetta er mikilvægt umræðuefni og við skorum á ykkur að mæta og taka þátt.

Morgunverðurinn kostar 1500 kr.

Með kveðju
f.h. Femínistafélags Íslands
Kristín Ástgeirsdóttir

október 25, 2004

Málþing um jafnréttisáætlanir

Þriðjudaginn 26. október nk. stendur Jafnréttisráð fyrir málþingi um mikilvægi jafnréttisáætlana fyrir vinnumarkaðinn. Málþingið stendur yfir frá 14:00-16:30. Að því loknu fer fram afhending jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs.

Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með tölvupósti á jafnretti@jafnretti.is. Þátttakendum á málþinginu er boðið að vera viðstaddir afhendingu jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs, sem fer fram strax að málþinginu loknu. Vinsamlegast takið fram:
Nafn
Heimilisfang
Síma
Vinnustað
Starfsheiti
Netfang

Hvort þú verðir viðstödd/viðstaddur afhendingu jafnréttisviðurkenningar


Dagskrá málþingsins verður sem hér segir:

Málþing um jafnréttisáætlanir
Grand Hótel

26. október kl. 14:00-16:00

Gildi jafnréttislaga
Fanný Gunnarsdóttir
formaður Jafnréttisráðs

Gerð jafnréttisáætlana
Ingunn H. Bjarnadóttir
sérfræðingur á Jafnréttisstofu

Jafnréttisáætlanir á markaði
María Ágústsdóttir,
Viðskiptalögfræðingur

Fyrirtæki og jafnrétti
Ragnar Árnason
Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins

Jafnréttisstefna Reykjavíkurborgar
Hildur Jónsdóttir
jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar

Jafnréttisáætlanir í fyrirtækjum
Lind Einarsdóttir
framkvæmdastjóri starfsmannasviðs ALCAN

Ávarp félagsmálaráðherra
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra

Fundarstjóri
Þórhallur Vilhjálmsson, varaformaður Jafnréttisráðs

Karlinn á kassanum

Karlahópur Femínistafélagsins stendur fyrir viðburðinum "Kallinn á kassanum" í hádeginu alla virka daga í femínistavikunni. Karlarnir á kassanum verða á Súfistanum, Laugavegi (Mál og
menning - efri hæð) kl. 12.30. Karlarnir eru alþingismenn og koma úr öllum fimm flokkunum, þeir ætla að spjalla um jafnréttismál og svara síðan spurningum. Þetta stendur yfir í um 30 mínútur með umræðum og því upplagt að nýta hádegishléið og kíkja á kallinn á kassanum. Mánudaginn 25. október verður Sigurjón Þórðarson úr Frjálslynda flokknum "kallinn á kassanum". Pétur Blöndal úr Sjálfstæðisflokki verður svo á þriðjudag, á miðvikudaginn verður fulltrúi frá Samfylkingunni (Össur Skarphéðinsson?) og fulltrúi frá VG á fimmtudag (Atli Gíslason?).

október 24, 2004

Kvennafrí 1975 - kvennaverkfall 2005?

Kvennasögusafn Íslands og RIKK gengust fyrir málfundi 24. október kl. 14-16 í fyrirlestrarsal á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu. Í upphafi voru sýndar myndir frá Kvennafrídeginum 24. október 1975 .

Stutt erindi og athugasemdir frá pallborði fluttu:

Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur
Gerður Steinþórsdóttir, kennari
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor
Kristín Tómasdóttir, háskólanemi

Að erindum voru almennar umræður um framtíðina.

október 21, 2004

Mælskar meyjar og kjöftugar kellingar 23-24 okt.

Kvennamaraþon KRFÍ
,,Mælskar meyjar og kjöftugar kellingar"
Konur búa yfir ómetanlegum auðæfum í menntun sinni, færni og upplifun. Allar konur hafa eitthvað fram að færa til samfélagsumræðunnar. Af því tilefni hvetur Kvenréttindafélag Íslands allar konur til að koma framlagi sínu á framfæri í Kvennamaraþoni félagsins í Kringlunni (v/Hard Rock) helgina 23.-24. október næstkomandi. Kvennafrídagurinn 24. október á 30 ára afmæli á næsta ári og er þegar hafinn undirbúningur að veglegu hátíðarhaldi af því tilefni, en núna minnumst við framlags kvenna og kvennafrídagsins með ræðum kvenna sem eiga að standa í sólarhring. Auk þess verður safnað áheitum sem renna eiga í Menningar- og minningarsjóð kvenna.

Valinkunnir kvenskörungar hefja maraþonið á hádegi fyrri daginn. Hver konan tekur svo við af annarri með 10-15 mínútna framlagi hver í heilan sólarhring, þ.e. fram að hádegi næsta dag. Konum er frjálst að fjalla um hvaðeina sem liggur þeim á hjarta, t.d. kvenréttindi, kjör kennara, vísindi, hjúkrun, fjármál, barnauppeldi, veðrið, teiknimyndasögur, skipulagsmál, heimspeki, bifvélaviðgerðar og viðskipti. Engar hömlur eru lagðar á form framlagsins. Söngkonur eru hvattar til að syngja, dansarar að dansa, leikarar að leika o.s.frv. Ef tíminn er knappur til að semja ræðu (setja saman atriði) eða hugmyndaflugið lætur á sér standa er konum velkomið að lesa upp uppáhaldsljóð eða kafla úr bók. Öllum konum er velkomið að taka þátt í maraþoninu, þ.e. engin aldursmörk.

Ef þú vilt vera með skráðu þig þá hjá Kvenréttindafélaginu eða sendu tölvupóst á krfi@krfi.is þar sem nafnið þitt kemur fram, símanúmer og óskir um sérstakan ræðutíma (ef óskað er eftir því að koma fram á ákveðnu tíma). KRFÍ fer yfir óskir um tímasetningu, raðar konum niður á sólarhringinn og lætur þær vita hvenær þeim hefur verið úthlutaður tími. Framkvæmdastjóri Kvenréttindafélagsins er Ragnhildur G. Guðmundsdóttir vs. 5518156, gsm 8984437.
Kvennamaraþonið nýtur stuðnings menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og eru henni færðar bestu þakkir fyrir.

Með ósk um gott samstarf.
Fyrir hönd Kvenréttindafélags Íslands,
Anna G. Ólafsdóttir (ago@mbl.is)
Margrét Steinarsdóttir (margret@ahus.is)
Friðbjörg Ingimarsdóttir (fridbjorg@fjoltengi.is)

október 20, 2004

Jafnréttisáætlun ríkisstjórnar og ráðuneyta

Salvör Gissurardóttir tók saman vísanir í jafnréttisáætlanir stjórnarráðsins og vísanir í nýlegar ræður um jafnréttismál hjá menntamálaráðherra, félagsmálaráðherra, utanríkisráðherra og sendifulltrúa Íslands hjá sameinuðu þjóðunum.

Jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt á alþingi 28. maí 2004
http://www.althingi.is/altext/130/s/1870.html

Hér er ályktunin með athugasemdum:
http://www.althingi.is/altext/130/s/1331.html

Alþingi ályktar skv. 9. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000, að samþykkja eftirfarandi áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, fyrir tímabilið frá maímánuði 2004 til maímánaðar 2008.

Jafnréttisáætlun dómsmálaráðuneytis
http://www3.domsmalaraduneyti.is/raduneyti/skipulag/lagaskrifstofa/verkefni/


Jafnréttisáætlun félagsmálaráðuneytis
http://www3.felagsmalaraduneyti.is/raduneyti/almennt/nr/736

Jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins (fjármálaráðuneytið)
http://www3.fjarmalaraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/nr/657

Jafnréttisáætlun iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta
http://www3.idnadarraduneyti.is/raduneyti/nr/714

Jafnréttisáætlun menntamálaráðuneytis
http://www3.menntamalaraduneyti.is/raduneyti/nr/1074

Jafnréttisáætlun sjávarútvegsráðuneytis
http://www3.sjavarutvegsraduneyti.is/raduneyti/Jafnrettismal/

Jafnréttisáætlun umhverfisráðuneytis
http://www3.umhverfisraduneyti.is/afgreidsla/auglysingar/nr/114/

Jafnréttisáætlun utanríkisráðuneytis (á pdf formi)
http://www3.utanrikisraduneyti.is/media/Ymislegt/Jafnrettisaatlun.pdf

Jafnréttisáætlun utanríkisráðuneytis var samþykkt var 27.1. 2003 en þar segir m.a:
"Stöðuveitingar og framgangur í starfi
Í auglýsingum skulu störf ókyngreind og jafnréttissjónarmið höfð í huga við gerð auglýsinga. Stefnt skal að sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í störfum og verkefnum utanríkisráðuneytisins.

Opinberar nefndir og ráð
Við skipan í ráð og nefndir á vegum ráðuneytisins skal taka mið af jafnréttissjónarmiðum. Við tilnefningar í nefndir skal óska eftir tilnefningum af báðum kynjum í samræmi við ákvæði 20. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000. Stefnt skal að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla í nefndum og ráðum ráðuneytisins.
........
Jafnréttismál á alþjóðavettbangi
Á alþjóðavettvangi skal utanríkisráðuneytið leggja áherslu á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumörkun og starfi alþjóðastofnana sem Ísland á aðild að. Utanríkisráðuneytið skal beita sér fyrir því að samþykktir alþjóðastofnana sem taka á brotum á mannréttindum sem beinast sérstaklega gegn konum og stúlkum, verði fylgt eftir af íslenskum stjórnvöldum innanlands og í samskiptum við aðrar þjóðir."Nýlegar ræður ráðherra og sendiherra um jafnréttismál
----------------------------------------------------
Í þessum ræðum koma oft fram upplýsingar um stöðu jafnréttismála og stefnu ráðamanna.

Ræða menntamálaráðherra
Ráðstefna um menntun fagfólks um kynferðisofbeldi 17. september 2004
http://www.menntamalaraduneyti.is/radherra/raedur/nr/2784

Ræður félagsmálaráðherra (jafnréttismál heyra undir félagsmálaráðuneyti)
30 ára norrænt samstarf í jafnréttismálum 24.9.04
http://www.felagsmalaraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/1634
Jafnrétti kynjanna á Íslandi í upphafi 20. aldarinnar
http://www.felagsmalaraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/1500
Formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 13.2.2004
http://www.felagsmalaraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/1455
Viðhorf til jafnréttismála 30.2.2004
http://www.felagsmalaraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/1451

Utanríkisráðuneyti
Ræður Halldórs Ásgrímssonar Alþjóðleg barátta gegn mansali 19.3.2004
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/raedur-radherra/nr/2191

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt hinn 13. október 2004 ræðu um réttindi kvenna fyrir Íslands hönd.
http://www3.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/2385

Tenglar
Femínistaspjall
Femínistadagatal
Starfshópar
Femínistapóstilistinn
Kynjafræði HÍ
Vera
Rannsóknarstofa í kvennafr.
Jafnréttisstofa
Bríet
Tíkin
Kvennasögusafn
Kvenréttindafélag Íslands
Jafnréttisnefnd Hí
Stígamót
Kvennakirkjan
Simone(mbl.is)
Konur(mbl.is)
Femíniskar raddir(kistan.is)
Femínistar Salvör
Myndir Salvör
Um félagið
Viltu gerast félagi?